miðvikudagur, 23. nóvember 2011

YSL Seablack Gel Liner


Jæja þá er kominn tími til að sýna ykkur geggjaða YSL gel-linerinn sem ég splæsti í um daginn. Það komu sex litir - allir svarleitir en með mismunandi tónum. Blár, grænn, bronsaður (sem er samt eiginlega grænn að sjá), fjólublár, grár og svo svartur. Þeir eru auðvitað allir hrikalega flottir og mig langaði í alla - en á þessu verði er það kannski ekki alveg hægt þið vitið. Svo ég valdi mér bláa og sé sko ekki eftir því. Setti hann á mig um kvöldið (gat sko eiginlega ekki beðið eftir að klára vinnuna til að skella honum á, en ég þraukaði!) og er þvílíkt ánægð með hann.
Það kom reyndar ekki mikil reynsla á hversu lengi hann endist þar sem það var komið kvöld þegar ég setti hann á, meira að segja miðvikudagskvöld svo ég vakti ekkert sérstaklega lengi :) Ég var nýbúin að fá fyrirlestur frá Sólveigu Sensai sérfræðingi um að passa að þrífa húðina almennilega á hverju kvöldi svo ég þorði ekki annað en að gera það þá. Ég á það til að gleyma mér aðeins á kvöldin og fara að sofa með meiköppið á, sem er auðvitað algjörlega bannað! Það stíflar húðina og þá fær maður bólur. Sem ég er alveg að fá að reyna þessa dagana og á greinilega ekkert að fá að sleppa - ein fer og önnur kemur í staðinn.
En hvað um það! Eyelinerinn er yndislegur og hér koma myndir:

YSL klikkar ekki á fallegum umbúðum.

Sjáiði hvað glitrar fallega á hann! Þetta má kalla GORDJÖSS

Notaði Bobbi Brown bursta við ásetninguna og var með ljósasta litinn úr Naked pallettunni yfir augnlokið.



Systir mín var svo notuð sem tilraunadýr þegar hún fór á djammið og hún sagði að hann entist bara endalaust... Sem eru nú ekki slæm meðmæli. Setti hana á hana með smá "wing" sem var rosalega flott á henni  og ég er mjög sorgmædd að hafa gleymt að taka mynd!
Hún sagði svo í þokkabót að hún hafi bara ekki skilið hversu lengi augnskugginn entist á henni með UD Primer Potion sem grunn ;) Heppilegt að hafa svona tilraunadýr!

YSL fæst í Jörubúðunum á Akureyri og Hygeu fyrir sunnan - veit ekki með einhverjar Hagkaupsverslanir. 

xoxo




2 ummæli:

  1. Þessi er geggjaður.. Mig langar í grænan..

    SvaraEyða
  2. Takk :)
    Þessi sem heitir Bronze Black er sko eiginlega svona... mosa-dökk-mild-grænn en hinn heitir Jade Black og er alveg grænn-grænn. Báðir mjöööög flottir.

    SvaraEyða