miðvikudagur, 28. september 2011

Rakamaski og skrúbbur

Það er algjört gull fyrir húðina að gera pínu öðruvísi en venjulega fyrir hana. Einu sinni í viku er ágætt að venja sig á að annaðhvort næra hana betur eða þrífa hana betur en venjulega, í kvöld valdi ég að næra hana með þessum rakamaska sem ég hef sagt áður frá:

Það stendur að maður eigi að láta hann vera á í 10 mínútur og ef þetta væri hreinsimaski myndi ég hlýða - en af því að þetta er rakabomba þá læt ég hann vera á eins lengi og ég vil! Nema ég sé að fara eitthvað eftir ;) Áður en ég fer að sofa þurrka ég létt yfir með þurri bómull svo það nuddist ekki mikið í koddann, en læt restina vera og vinna yfir nóttina.
Þessi er líka vinur minn og þann nota ég ef ég vil hreinsa meira en venjulega. Þennan er allt í lagi að nota 2-3 í viku, hann er með litlum skrúbb-ögnum sem hreinsa dýpra ofan í húðholurnar, en þeir kalla hann Hydra-Respect, þ.e. hann "virðir" rakann í húðinni og húðin er ekki stíf og þurr eftir á. Mér finnst ágætt að skrúbba honum á áður en ég fer í sturtu því agnirnar eru lúmskar og sitja sem fastast ef maður skolar ekki vandlega af.

xoxo

sunnudagur, 25. september 2011

Varalitir fyrir haustið

Eins og ég talaði um í haust-trendafærslunni verða dökkir varalitir mikið sjáanlegir í haust. Blóðrauðir, vínrauðir, brúnleitir og allt þar fram eftir götunum. En auk þess er gaman að vera með skæra liti á veturnar (eða það finnst mér allavega) svona til að vega upp á móti öllu myrkrinu!

Ég tók því til nokkra varaliti sem mér finnst skemmtilegir fyrir veturinn, annars vegar dökka og hins vegar orange-tónaða skærari liti.



Efsti liturinn, MAC Viva Glam I, er mattur og rosalega fallegur. Nirvana er alls ekki jafn dökkur og hann lítur út fyrir að vera í umbúðunum, en hann er með smá sanseringu eins og síðasti liturinn, MAC Viva Glam V.


Þessir fjórir eru allir með sanseringu - Flirt er hrikalega flottur orange-bleikur, Jamaica er ekki alveg jafn appelsínugulur og Ravishing og Micro Bisque er aðeins meira bleik-brúnn.

Allt flottir litir sem hægt er að útfæra við ýmis tilefni :) Þessir ljósari eru nú aðeins meira hversdags-friendly en hinir dekkri flottir til að toppa flott outfit eða ef maður nennir ekki að mála sig mikið!

xoxo

fimmtudagur, 22. september 2011

Gjafaleikur í samstarfi við nn Cosmetics!

Jæja dömur mínar (og kannski herrar)

Þá er komið að öðrum gjafaleik, sem mér finnst hrikalega spennandi og skemmtilegt! Í þetta sinn er það nn Cosmetics sem býður fram gjöf, hvorki meira né minna en 20 LITA AUGNSKUGGAPALLETTU!!!
Gjörið svo vel og kíkið á gersemina hér:

Þessir augnskuggar eru stærri en venjulegir, eiginlega "júmbó" stærð af augnskuggum, og þeir eru sko geggjaðir! Hrikalega flottir brúnir og gylltir, en líka flottir litir til að leika sér með og prófa nýja hluti eins og þessir bláu, bleiku og fjólubláu!

Ég hlakka ekkert lítið til að gefa einhverri heppinni dömu þessa pallettu :)

Nú eru reglurnar þannig að ef þið viljið komast í pottinn verðið þið að kommenta á þessa færslu og segja mér hvaða litir í pallettunni ykkur finnst mest spennandi (ekki endilega það sem þið mynduð nota mest, heldur það sem væri flippað að prófa!)
Ég dreg út úr öllum like-um á Facebook þegar komin eru 300 like. Þá er í vinning svakalega flott þekjandi gloss, líka frá nn Cosmetics.
Þegar það eru komin 350 like á Facebook dreg ég út úr kommentum við þessa færslu!
ÞIÐ VERÐIÐ AÐ KOMMENTA TIL AÐ KOMAST Í PALLETTU-POTTINN!

Jæja! Let the games begin!

xoxo

Ath. að þó þið séuð ekki með google-account getið þið kommentað með að velja "Name and url" eða "Anonymous" og kvitta nafnið ykkar undir.

Svo megið þið líka endilega deila facebook síðunni fyrir mig krútt ;)

þriðjudagur, 20. september 2011

Umfjöllun: Sigma F80 bursti

Í þessari færslu var ég nýbúin að fá þennan bursta og gat ekki beðið eftir að sýna ykkur. Nú er ég búin að vera að nota hann og ég get sko alveg sagt ykkur að hann er YNDISLEGUR! Svo mjúkur en samt svo stífur og hann er fullkominn í fljótandi farða eða ef maður vill mikla þekju með púðurfarða.
 Ég er búin að nota hann mjög mikið og enn hefur hann ekkert farið úr hárum (ekki það að það væri alveg eðlilegt ef það dytti eitt og eitt) sem mér finnst stórmerkilegt.

Hann kostar 16 dollara á síðunni hjá þeim - bætið 35,5% við og þá eruð þið komnar með hvað hann kostar til Íslands (10% tollur, 25,5% vsk). Hér getið þið skoðað og verslað hann.

Hann fær 10 hjá mér! Langar í allt settið núna (þeir eru þrír í setti)!

xoxo

mánudagur, 19. september 2011

Ráð vikunnar 19. september

Ef þið viljið nota brúnkukrem til að viðhalda sumarbrúnkunni, munið að nota alltaf hanska svo þið verðið ekki flekkóttar á höndunum. 

mánudagur, 12. september 2011

Ráð vikunnar 12. september

Komið á förðunarnámskeið Bjútíboxins :)

Nú er ég byrjuð með förðunarnámskeið á Akureyri í samstarfi við nn Cosmetics og langar að þið komið allar ;)

Námskeiðið er 4 klst að lengd og verður farið yfir allt það helsta sem þið þurfið að kunna til að farða sjálfar ykkur; umhirða húðar, val á burstum, ýmsar útgáfur af dag- og kvöldförðun og margt fleira. Innifalinn er glósupakki sem ég setti saman og gjöf frá nn Cosmetics. Svo getið þið komið með snyrtiveskið ykkar og þá fer ég yfir með ykkur hvernig þið fáið mest not fyrir það sem er í því.

Aðeins komast 5 konur að hvert kvöld svo það er um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst.

Ef þið viljið meiri upplýsingar getið þið haft samband við mig í gegnum facebook message (Hildur Axelsdóttir) eða á e-mail hildur_axels@simnet.is.

xoxo

sunnudagur, 11. september 2011

Þorum við í haust-trendin...

Jæja fannst tími kominn til að sýna ykkur smá hvað verður heitt núna í haust og vetur... skv. tískublöðum og tískupöllum.

Náttúrulegt er gott, falleg húð, miklar augabrúnir og bara smá maskari og kinnalitur til að gera effect.

Dökkar varir eru málið í haust, þennan lit er ég alveg að fíla. Svo eru það augnhárin, þau eiga að vera... bíðiði... KLESST! Hvað er það, spyr maður sig, nú er maður alltaf að reyna að finna hinn fullkomna maskara sem klessir ekki augnhárin - enda á maður sko að búa til hinar fullkomnu klessur, hvorki meira né minna. Ég held að ég falli ekki fyrir þessu trendi... mér finnst eiginlega fátt ljótara en klesst augnhár. Hvað finnst ykkur?

Metallic smokey augnförðun verður vinsæl, með alls konar litum og í alls konar útfærslum. Við þessar venjulegu myndum kannski ekki útfæra það svona alveg upp á augabrún - en engu að síður verður gaman að leika sér með þetta trend.

Þykkur eyeliner. Þarf ég að segja meira?

Jæja, hvað finnst ykkur?

xoxo

miðvikudagur, 7. september 2011

Spurning frá lesanda Bjútíboxins

Þessi spurning barst mér í gegnum gömlu bloggsíðuna mína - sem betur fer fæ ég hana í e-maili líka! En ég ákvað að birta hana líka hérna:
 
gudrunbieber asked: Á maður að bretta upp á augnhárin áður en maður setur maskarann á? Og afhverju?
 
Sæl, það gerir oft mikið fyrir augu sem vísa aðeins niður á við eða fyrir eldri augu að “opna” þau með því að bretta augnhárin.
Einnig ef augnhárin þín standa beint fram eða hafa ekki náttúrulega sveigju er sniðugt að bretta þau, þá opnast augun meira og virka stærri.
Ef þú brettir eftir að þú setur maskarann á er hætta á að þú klípir augnhárin hreinlega af - svo ég mæli ekki með því.

Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni, endilega haltu áfram að fylgjast með á nýju síðunni, bjutiboxid.blogspot.com :)

xoxo

mánudagur, 5. september 2011

Ráð vikunnar 5. september

Fáið prufur af kremum áður en þú kaupir

Ekki blæða í dýr krem og hreinsivörur sem enda á að skemmast upp í skáp því varan hentaði ekki þinni húðgerð.
Ef búðin sem kremið sem ykkur líst á á ekki prufu, spyrjið hvort það sé í lagi að þið komið með litla krukku og fáið smá af testernum í versluninni (verið smekklegar - ekki reyna að fá of mikið ;p). Sé þjónustan í lagi segja þær hiklaust já! Þá getið þið prófað í nokkra daga og séð hvernig húðin bregst við.

xoxo