föstudagur, 28. október 2011

Fljótleg dagförðun

Hér er mjög fljótleg og einföld dagförðun, það sem ég notaði:

- MAC Paint Pot í Soft Ochre
- NYX augnskuggi Platinum Pink
- MAC augnskuggi Hepcat
- MAC Fluidline Blacktrack
- NN Cosmetics Lush maskari

Byrjið á Paint Potinu (líka hægt að nota Shiseido kremaugnskugga eða NN Cosmetics augnskuggagrunninn) yfir allt augnlokið og svo Platinum Pink yfir það.
Notið Hepcat með mjóum bursta til að ná mjórri línu meðfram efri augnhárunum.
Þurrkið litinn úr burstanum og notið hann í Blacktrack eyelinerinn, til að setja mjööööög granna línu við neðri augnhárin.
Maskarið svo eins og ykkur lystir og þið eruð reddí!

Tekur bara nokkrar mínútur og hægt að nota hvaða lit sem er.

xoxo

laugardagur, 22. október 2011

Nýir Shiseido kremaugnskuggar

Jæja, kominn tími á smá förðun á þetta blogg!

Var svakalega spennt að sjá nýja kremaugnskuggalínu frá Shiseido, þeir breyttu umbúðunum og nú eru þeir í flötum dollum og stað kúptra. Allir litirnir eru nýir og ég er mjöööög hrifin.
Þeir eru allir með sanseringu. Kosta 4.800,- í Jöru-búðunum.

Notaði tvo í dag, þennan neðsta sem sést bara smá í (mynd af Google) og er grágrænn, ásamt þessum fjólubláa í horninu til vinstri.


Vörur:
-Dior Forever farði
-Shiseido Perfect Smoothing púður (eeelska það)
-Dior augnabrúnablýantur
-Shiseido kremaugnskuggar x2
-Sensai blautur eyeliner (eeelska hann)
-Dior Iconic maskari
-NYX gloss Perfect

Byrjaði á grágræna litnum á 3/4 af lokinu og blandaði fjólubláa ofan á.

Setti smá af hvorum lit undir neðri augnhárin og notaði lítinn bursta til að "smudge-a" eyelinernum með.
Voilá!

xoxo

þriðjudagur, 18. október 2011

Kynningarnar hjá NN Cosmetics

Mig langaði aðeins að segja ykkur frá kynningunum sem ég hef nefnt á facebook síðunni.

Um er að ræða heimakynningar, en gestgjafinn býður heim til sín svo við getum átt skemmtilega og notalega kvöldstund saman og fræðst um vörurnar.
Ef það koma 6 eða fleiri á kynninguna fær gestgjafinn veglega gjöf að launum; t.d. hafa verið í boði vörur að eigin vali, farði, púður, augnskuggar og ýmislegt fleira úr vörulínunni.
Kynningar vara í um það bil tvær klukkustundir.

NN Cosmetics eru sömu vörur og No Name sem var og hét, eru frá sama framleiðanda og sami eigandi er nú og þá, Kristín Stefánsdóttir, sem stofnaði líka Förðunarskólann sem starfræktur er í Reykjavík.

Markmiðið er að halda vöruverði í lágmarki með að kynna þessar gæðavörur í heimahúsum, þar sem allar konurnar sem mæta geta fengið faglega ráðgjöf og leiðbeiningar um litaval.
Förðun á líka að vera skemmtilegur tími dagsins en ekki kvöð sem maður kvíðir fyrir að framkvæma :) Þess vegna sýni ég á kynningunni einfalda förðun á 1-2 konum og hver og ein má prófa eins mikið af vörunum og hana lystir.

Endilega hafið samband á bjutiboxid@gmail.com ef þið hafið áhuga eða viljið meiri upplýsingar! :)

xoxo