fimmtudagur, 15. mars 2012

Umfjöllun: Palladio Eye Ink

Er búin að vera að prófa Palladio eyeliner sem heitir Eye Ink, hann er ponkulítill með eins og tússpenna til að teikna línuna á. Ég keypti hann í gegnum Make Up Geek búðina.

Ég er bara frekar hrifin af honum, þreif hann af eftir 12 tíma í gær og hann hafði haldist alveg nákvæmlega eins og ég setti hann á - sem er mjööööög gott fyrir eyeliner! Oft hverfur smá innan úr augnkróknum, þið vitið, en hann hélst alveg. Hann dofnaði ekki sjáanlega heldur. Ég var með augnskugga líka og hann smitaði ekki upp á augnlokið.
Það er rosa auðvelt að setja hann á þar sem hann er í svona tússpennaformi, en það eina var að það þarf að passa að hrista hann aðeins inn á milli til að það komi meira í tússinn, því ef hann þornar þá fer hann að draga til úr línunni sem maður er búinn að gera... skiljiði hvað ég meina? Þá fer að sjást í húðina aftur; hann fer að virka eins og strokleður ;) Þetta er það eina sem ég hef út á að setja, en gerist hvort sem er með flesta ef ekki alla svona eyelinera sem ég hef prófað.

Hann fær því góða dóma hjá mér :)

Vara: 5/5
Ásetning: 3,5/5
Umbúðir: 4/5 (myndi vilja hafa hann aðeins lengri, svo hann passaði betur í hendi. En það er bara ég að vera smámunasöm ;))

xoxo

Engin ummæli:

Skrifa ummæli