mánudagur, 26. desember 2011

Jólakveðja og Sigmaburstar

Vil byrja á að óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Kærar þakkir fyrir lesturinn, stuðninginn og kommentin.

Afsakið ládeyðuna hérna síðustu vikur, það er auðvitað eins hjá mér og öllum hinum, brjálað að gera í vinnu, aukavinnu og tómstundum. Tveir tónleikar og tilheyrandi stand í kringum þá, farðanir, jólagjafakaup og allt þar á milli. 
Ég vona að ég standi mig betur á nýju ári (byrja núna sko) en er ansi hrædd um að það verði ekki mjög mörg blogg í janúar og febrúar, því þá ætla ég að gefa tíma minn til Freyvangsleikhússins! Meira um það síðar... Endilega haldið samt áfram að fylgjast með og þið vitið að mér finnst ekkert skemmtilegra en að fá spurningar um vörur og förðun og allt sem því tengist. Getið sent mér tölvupóst á bjutiboxid@gmail.com ef þið viljið ekki skrifa spurningar í kommentin - þið vitið að ENGIN spurning er asnaleg! 

En það sem ég vildi sagt hafa... 

Ég keypti nokkur svona sett frá Sigma:

Þetta er 7 bursta sett í ferðastærð, hólkarnir smellast saman svo vel fari um burstana í veskinu eða ferðatöskunni. Mér finnst þetta hrikalega sniðugt og langar ekkert að láta þá frá mér... En ég get víst ekki endalaust á mig burstum bætt ;) Allavega ekki á meðan allir mínir eru í svona góðu standi! 
Ég hef oft nefnt Sigma burstana hérna áður og minn uppáhalds er þarna í, þessi hvíti sem sést nánast ekki í hægri hólknum.
Þarna eru á ferð (frá vinstri til hægri): Farðabursti, púðurbursti, skyggingabursti, þéttur augnskuggabursti, blöndunarbursti, blýantslaga til að gera skyggingar og skáskorinn fyrir eyeliner og/eða augnabrúnir.
Ég ætla að selja settið á 14.000,- og á aðeins örfá :) 

Hafið samband á bjutiboxid@gmail.com ef þið hafið áhuga á svona setti :) 

Jólaknús!