miðvikudagur, 23. nóvember 2011

YSL Seablack Gel Liner


Jæja þá er kominn tími til að sýna ykkur geggjaða YSL gel-linerinn sem ég splæsti í um daginn. Það komu sex litir - allir svarleitir en með mismunandi tónum. Blár, grænn, bronsaður (sem er samt eiginlega grænn að sjá), fjólublár, grár og svo svartur. Þeir eru auðvitað allir hrikalega flottir og mig langaði í alla - en á þessu verði er það kannski ekki alveg hægt þið vitið. Svo ég valdi mér bláa og sé sko ekki eftir því. Setti hann á mig um kvöldið (gat sko eiginlega ekki beðið eftir að klára vinnuna til að skella honum á, en ég þraukaði!) og er þvílíkt ánægð með hann.
Það kom reyndar ekki mikil reynsla á hversu lengi hann endist þar sem það var komið kvöld þegar ég setti hann á, meira að segja miðvikudagskvöld svo ég vakti ekkert sérstaklega lengi :) Ég var nýbúin að fá fyrirlestur frá Sólveigu Sensai sérfræðingi um að passa að þrífa húðina almennilega á hverju kvöldi svo ég þorði ekki annað en að gera það þá. Ég á það til að gleyma mér aðeins á kvöldin og fara að sofa með meiköppið á, sem er auðvitað algjörlega bannað! Það stíflar húðina og þá fær maður bólur. Sem ég er alveg að fá að reyna þessa dagana og á greinilega ekkert að fá að sleppa - ein fer og önnur kemur í staðinn.
En hvað um það! Eyelinerinn er yndislegur og hér koma myndir:

YSL klikkar ekki á fallegum umbúðum.

Sjáiði hvað glitrar fallega á hann! Þetta má kalla GORDJÖSS

Notaði Bobbi Brown bursta við ásetninguna og var með ljósasta litinn úr Naked pallettunni yfir augnlokið.



Systir mín var svo notuð sem tilraunadýr þegar hún fór á djammið og hún sagði að hann entist bara endalaust... Sem eru nú ekki slæm meðmæli. Setti hana á hana með smá "wing" sem var rosalega flott á henni  og ég er mjög sorgmædd að hafa gleymt að taka mynd!
Hún sagði svo í þokkabót að hún hafi bara ekki skilið hversu lengi augnskugginn entist á henni með UD Primer Potion sem grunn ;) Heppilegt að hafa svona tilraunadýr!

YSL fæst í Jörubúðunum á Akureyri og Hygeu fyrir sunnan - veit ekki með einhverjar Hagkaupsverslanir. 

xoxo




sunnudagur, 20. nóvember 2011

MAC Paint Pot vs. UD Primer Potion vs. NN augnskuggagrunnur

Ó já, þrír primerar - mismunandi ending?

Ég nota þessa primera yfirleitt sitt á hvað og hef oft spáð í hvort einhver munur sé á endingartíma augnskugga miðað við hvaða grunn maður notar.

MAC Paint Pot hef ég sennilega minnsta reynslu af, en þeir (pottarnir þá) eru svo fáránlega vinsælir að ég varð bara að prófa... Ég keypti mér ljósan sem heitir Soft Ochre og er eiginlega eins og hyljari á litinn :)
Svo er það Urban Decay Primer Potion, sem ég fékk með þegar ég keypti Naked pallettuna. Hrikalega gott stöff en glataðar umbúðir. Mér skilst að það séu að koma nýjar...



Svo er það grunnurinn góði frá NN Cosmetics. Algjör snilld og það sem þessi hefur fram yfir hina að mínu mati er að liturinn sem þú setur yfir "poppar" meira. 


Mín reynsla er að Primer Potionið er best fyrir þá sem eru með feita húð, það þornar einhvernveginn betur á og virkar eins og það sé bara filma yfir húðinni sem augnskugginn er svo borinn á. 
Hinir tveir grunnarnir eru báðir kremkenndir en ég get notað þá alla sitt á hvað, það virðist ekki skipta máli á mínum augnlokum. Ég er samt með pínu blandaða húð. 

MAC Paint Pot:
Umbúðir: 3,5/5 (myndi vilja hafa smellulok)
Virkni: 4,5/5

UD Primer Potion:
Umbúðir: 2/5 (virðist vera búið strax því dollan er "mittismjó" og svampurinn nær ekki til hliðanna)
Virkni: 4,5/5

NN augnskuggagrunnur:
Umbúðir: 5/5
Virkni: 4,5/5

Gef þeim öllum sömu einkunn í virkni því ég elska þá alla - svo fyrir mína parta eru það bara umbúðirnar sem ég myndi velja út frá. 

Vona að þetta hjálpi eitthvað og ekki hika við að spyrja ef eitthvað er óljóst :)

xoxo 





mánudagur, 14. nóvember 2011

Burt's Bees

Ég fékk smá valkvíða hvort ég ætti að blogga um Burt vin minn eða kökurnar sem ég bakaði í gær... Þær eru svo girnó... Eeeen byrjum á Burt ;)

Hafiði heyrt um Burt's Bees? Það eru vörur sem eru 100% framleiddar úr góðum efnum - þeir segja náttúrulegum. Engin paraben eða aukaefni, hvernig sem þeir fara að því - og mikið af, eins og nafnið gefur til kynna - hunangi.

Þessar vörur hafa verið sjúklega vinsælar í USA lengi, það fyrsta sem ég eignaðist frá þeim er varasalvi (sem var einmitt það fyrsta sem hann Burt bjó til skilst mér) sem er alveg ágætur! Hann er alls ekki feitur eins og vaselín, en manni finnst hann vera að gera eitthvað á vörunum og ég finn það þegar varirnar eru mjög þurrar að þá kemur svona nettur sviði (ekkert vont sko), eins og til að láta vita að hann sé að gera gagn!

Allavega. Loksins komu þær til Íslands. Ég var mjööög spennt að sjá allar frábæru vörurnar, þetta eru svona apóteksvörur svo ég skellti mér í Apótekarann í göngugötunni á Akureyri. Þá blasir dýrðin við mér... Einn rekki - mjórri en ég. Ég hrópaði ekkert yfir mig af fögnuði en skoðaði fyrir vikið allar vörurnar sem í boði voru, m.a. Belly Butter fyrir væntanlegar mæður! Auðvitað gat ég ekki farið tómhent út, svo hér er afraksturinn:

Energizing Body Bar (sápa) með mangó- og appelsínulykt, sem er reyndar mjög góð. Svo var býflugan sem er stimpluð í sápuna eitthvað svo krúttleg.
Sugar Scrub (í baðið eða sturtuna) með uuuu... cranberry- (?) og granateplalykt, sem er enn betri!

Girnileg sápa sko, hlakka til að prófa hana... veit samt ekki alveg hvað energizing þýðir - verður maður extra hress af þessari sápu? :)

Hlakka sko enn meira til að prófa skrúbbinn, elska svona sturtuskrúbba! En ég skil ekki, hvorki við þetta né Body Shop, af hverju þetta er ekki í túpu? Það er alveg glatað að hafa svona dunka í sturtunni. Finnst mér.
Öpdeit: Þetta er sko allt öðruvísi en ég bjóst við, sko bara virkileg sykurleðja! Mjög ólíkt Body Shop gelkenndu skrúbbunum í dollum. Mjög lítill vökvi í þessu svo maður gæti hæglega farið í gegnum eina svona á stuttum tíma. En þetta er líka algjör SKRÚBBUR, maður verður helst að hafa þvottapoka eða "loofah" til að skola af með. Ég fíla þetta! En hugsa að það sé ekki gott að nota þetta oftar en 1-2 í viku, kannski áður en maður setur á sig brúnkukrem og þess háttar. 

Jæja, ætli það sé ekki best að ég skelli mér bara í bað og prófi herlegheitin ;)

xoxo

laugardagur, 12. nóvember 2011

Volare förðunarvörur

Ég var svo heppin að fá að prófa Volare förðunarlínuna núna um daginn, myndavélin mín var ekki beint vinur minn svo ég náði því miður ekki almennilegum myndum af förðunum sem ég gerði með vörunum. Í línunni eru meik, púður, sólarpúður, augnskuggar, augnblýantar, blautir eyelinerar, varalitir, glossar; sem sagt allur pakkinn!

Ég er mjög hrifin af varalitunum, þeir endast vel og lengi og það voru að koma mjög flottir litir. Ég veit ekki alveg hverjir nýju litirnir voru en ég var hrifnust af þessum:


Geggjaðir haustlitir númer 1 og 3, báðir mattir, hinir tveir eru sanseraðir.



Svo eru þessir tveir sanseraðir og glossin ótrúlega flott, mjúk og glansandi :)


Eins og ég sagði var myndavélin ekki vinur minn þegar ég var að reyna að taka myndir af förðunum, en ég náði samt ágætum myndum af tveimur duo-augnskuggum. Þeir koma sem sagt allir tveir og tveir saman; svartur og grár, grænn og ljósgrænn, blár og ljósblár, sinnepsgulur og rústrauður og margir fleiri. Mjög flottar samsetningar. Það sem mér fannst með augnskuggana var að það er algjört möst að nota einhverskonar grunn undir, t.d. augnskuggagrunninn frá NN Cosmetics, Paint Pot frá MAC eða grunn frá Urban Decay. 





Ég á sjálf græna duo-ið og lofa að þegar myndavélin mín þýðist mig skal ég reyna að taka góða mynd af förðun með því :)

Ef þið viljið prófa Volare vörurnar er það hún Valdís Anna sem er algjör sérfræðingur og snillingur, hún er með Facebook síðu :)





mánudagur, 7. nóvember 2011

Sunnudagsbakstur

Varð bara að deila með ykkur sunnudagsbakstrinum mínum, ég fann svo rosalega góða uppskriftasíðu og þar sem ég er svolítið bandarísk í mér fíla ég nánast allt þar! Svo ég tali nú ekki um hvað konurnar sem halda henni úti eru skemmtilegir pennar, ég les oft uppskriftirnar og hlæ upphátt að vitleysunni í þeim :) 

Síðan heitir sem sagt Our Best Bites og er algjör snilld... Mæli hiklaust með að þið flettið í gegn. 

Ég er ekki mikið "hollustufrík" svo ég tek bara það sem mér sýnist vera gott og það hefur sko slegið í gegn heima hjá mér. Fyrst voru það geggjaðar "chewy" súkkulaðibitakökur, nú eru það lungnamjúkir, himneskir kanelsnúðar, sem meira að segja aular eins og ég geta bakað. Svo eru það þessar... þær skulu verða gerðar, einn góðan veðurdag... Hriiiiiiikalega girnilegar.

Hér er uppskriftin að kanelsnúðunum, og ég mæli með að þið lesið í gegnum allan textann og fáið vatn í munninn við að skoða myndirnar, en takið líka vel eftir leiðbeiningunum á milli myndanna. Þar leynast nefnilega bestu leiðbeiningarnar. 

Ef ég væri þið myndi ég ekkert bíða eftir næsta sunnudegi, heldur skella í þessa strax í dag! ;)

xoxo

p.s. Næst á dagskrá er svo smá sýnishorn af Volare förðunarvörum sem ég var svo heppin að fá að prófa. 

annað p.s. Endilega munið eftir gjafaleiknum sem er enn í gangi, þegar það verða komin 350 like á Bjútíboxið á Facebook dreg ég út fallegu 20 lita augnskuggapallettuna.