Um Bjútíboxið

Bjútíboxinu stjórnar make-up artisti (förðunarfræðingur) sem er sífellt að læra eitthvað nýtt og þykir ekkert skemmtilegra.

Ég lærði í Airbrush & Make-Up School í Reykjavík. Síðan hef ég unnið í snyrtivöruverslun og við að kynna snyrtivörur. Þegar ég hætti í versluninni langaði mig að halda áfram að leiðbeina konum hvað þær ættu að kaupa, svo finnst mér svo gaman að prófa og kynnast nýjum vörum og deila því með öðrum að ég ákvað að byrja með þetta blogg.

Bjútíboxið er fyrst og fremst ætlað sem skemmtilegt svæði á þessu risa-interneti. Ég vil koma því á framfæri að það er ógrynni af svakalega góðum snyrtivörum á markaðnum (reyndar bara um 1/3 fáanlegur á Íslandi) og þó að ég mæli með eða sýni ákveðnar vörur þýðir það ekki að mér finnist aðrar verri.
Ég fæ ekki borgað fyrir að blogga um vörur, allar vörurnar hef ég keypt sjálf nema ég taki annað fram. Þið getið treyst því að ég muni alltaf segja mína eigin skoðun.

Endilega verið duglegar að kommenta, spyrja og spegúlera, ég reyni að svara fyrirspurnum eins vel og ég get.

Bjútíboxið er á Facebook :) Einnig er hægt að hafa samband við mig í gegnum tölvupóst: bjutiboxid@gmail.com