mánudagur, 26. desember 2011

Jólakveðja og Sigmaburstar

Vil byrja á að óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Kærar þakkir fyrir lesturinn, stuðninginn og kommentin.

Afsakið ládeyðuna hérna síðustu vikur, það er auðvitað eins hjá mér og öllum hinum, brjálað að gera í vinnu, aukavinnu og tómstundum. Tveir tónleikar og tilheyrandi stand í kringum þá, farðanir, jólagjafakaup og allt þar á milli. 
Ég vona að ég standi mig betur á nýju ári (byrja núna sko) en er ansi hrædd um að það verði ekki mjög mörg blogg í janúar og febrúar, því þá ætla ég að gefa tíma minn til Freyvangsleikhússins! Meira um það síðar... Endilega haldið samt áfram að fylgjast með og þið vitið að mér finnst ekkert skemmtilegra en að fá spurningar um vörur og förðun og allt sem því tengist. Getið sent mér tölvupóst á bjutiboxid@gmail.com ef þið viljið ekki skrifa spurningar í kommentin - þið vitið að ENGIN spurning er asnaleg! 

En það sem ég vildi sagt hafa... 

Ég keypti nokkur svona sett frá Sigma:

Þetta er 7 bursta sett í ferðastærð, hólkarnir smellast saman svo vel fari um burstana í veskinu eða ferðatöskunni. Mér finnst þetta hrikalega sniðugt og langar ekkert að láta þá frá mér... En ég get víst ekki endalaust á mig burstum bætt ;) Allavega ekki á meðan allir mínir eru í svona góðu standi! 
Ég hef oft nefnt Sigma burstana hérna áður og minn uppáhalds er þarna í, þessi hvíti sem sést nánast ekki í hægri hólknum.
Þarna eru á ferð (frá vinstri til hægri): Farðabursti, púðurbursti, skyggingabursti, þéttur augnskuggabursti, blöndunarbursti, blýantslaga til að gera skyggingar og skáskorinn fyrir eyeliner og/eða augnabrúnir.
Ég ætla að selja settið á 14.000,- og á aðeins örfá :) 

Hafið samband á bjutiboxid@gmail.com ef þið hafið áhuga á svona setti :) 

Jólaknús! 

miðvikudagur, 23. nóvember 2011

YSL Seablack Gel Liner


Jæja þá er kominn tími til að sýna ykkur geggjaða YSL gel-linerinn sem ég splæsti í um daginn. Það komu sex litir - allir svarleitir en með mismunandi tónum. Blár, grænn, bronsaður (sem er samt eiginlega grænn að sjá), fjólublár, grár og svo svartur. Þeir eru auðvitað allir hrikalega flottir og mig langaði í alla - en á þessu verði er það kannski ekki alveg hægt þið vitið. Svo ég valdi mér bláa og sé sko ekki eftir því. Setti hann á mig um kvöldið (gat sko eiginlega ekki beðið eftir að klára vinnuna til að skella honum á, en ég þraukaði!) og er þvílíkt ánægð með hann.
Það kom reyndar ekki mikil reynsla á hversu lengi hann endist þar sem það var komið kvöld þegar ég setti hann á, meira að segja miðvikudagskvöld svo ég vakti ekkert sérstaklega lengi :) Ég var nýbúin að fá fyrirlestur frá Sólveigu Sensai sérfræðingi um að passa að þrífa húðina almennilega á hverju kvöldi svo ég þorði ekki annað en að gera það þá. Ég á það til að gleyma mér aðeins á kvöldin og fara að sofa með meiköppið á, sem er auðvitað algjörlega bannað! Það stíflar húðina og þá fær maður bólur. Sem ég er alveg að fá að reyna þessa dagana og á greinilega ekkert að fá að sleppa - ein fer og önnur kemur í staðinn.
En hvað um það! Eyelinerinn er yndislegur og hér koma myndir:

YSL klikkar ekki á fallegum umbúðum.

Sjáiði hvað glitrar fallega á hann! Þetta má kalla GORDJÖSS

Notaði Bobbi Brown bursta við ásetninguna og var með ljósasta litinn úr Naked pallettunni yfir augnlokið.



Systir mín var svo notuð sem tilraunadýr þegar hún fór á djammið og hún sagði að hann entist bara endalaust... Sem eru nú ekki slæm meðmæli. Setti hana á hana með smá "wing" sem var rosalega flott á henni  og ég er mjög sorgmædd að hafa gleymt að taka mynd!
Hún sagði svo í þokkabót að hún hafi bara ekki skilið hversu lengi augnskugginn entist á henni með UD Primer Potion sem grunn ;) Heppilegt að hafa svona tilraunadýr!

YSL fæst í Jörubúðunum á Akureyri og Hygeu fyrir sunnan - veit ekki með einhverjar Hagkaupsverslanir. 

xoxo




sunnudagur, 20. nóvember 2011

MAC Paint Pot vs. UD Primer Potion vs. NN augnskuggagrunnur

Ó já, þrír primerar - mismunandi ending?

Ég nota þessa primera yfirleitt sitt á hvað og hef oft spáð í hvort einhver munur sé á endingartíma augnskugga miðað við hvaða grunn maður notar.

MAC Paint Pot hef ég sennilega minnsta reynslu af, en þeir (pottarnir þá) eru svo fáránlega vinsælir að ég varð bara að prófa... Ég keypti mér ljósan sem heitir Soft Ochre og er eiginlega eins og hyljari á litinn :)
Svo er það Urban Decay Primer Potion, sem ég fékk með þegar ég keypti Naked pallettuna. Hrikalega gott stöff en glataðar umbúðir. Mér skilst að það séu að koma nýjar...



Svo er það grunnurinn góði frá NN Cosmetics. Algjör snilld og það sem þessi hefur fram yfir hina að mínu mati er að liturinn sem þú setur yfir "poppar" meira. 


Mín reynsla er að Primer Potionið er best fyrir þá sem eru með feita húð, það þornar einhvernveginn betur á og virkar eins og það sé bara filma yfir húðinni sem augnskugginn er svo borinn á. 
Hinir tveir grunnarnir eru báðir kremkenndir en ég get notað þá alla sitt á hvað, það virðist ekki skipta máli á mínum augnlokum. Ég er samt með pínu blandaða húð. 

MAC Paint Pot:
Umbúðir: 3,5/5 (myndi vilja hafa smellulok)
Virkni: 4,5/5

UD Primer Potion:
Umbúðir: 2/5 (virðist vera búið strax því dollan er "mittismjó" og svampurinn nær ekki til hliðanna)
Virkni: 4,5/5

NN augnskuggagrunnur:
Umbúðir: 5/5
Virkni: 4,5/5

Gef þeim öllum sömu einkunn í virkni því ég elska þá alla - svo fyrir mína parta eru það bara umbúðirnar sem ég myndi velja út frá. 

Vona að þetta hjálpi eitthvað og ekki hika við að spyrja ef eitthvað er óljóst :)

xoxo 





mánudagur, 14. nóvember 2011

Burt's Bees

Ég fékk smá valkvíða hvort ég ætti að blogga um Burt vin minn eða kökurnar sem ég bakaði í gær... Þær eru svo girnó... Eeeen byrjum á Burt ;)

Hafiði heyrt um Burt's Bees? Það eru vörur sem eru 100% framleiddar úr góðum efnum - þeir segja náttúrulegum. Engin paraben eða aukaefni, hvernig sem þeir fara að því - og mikið af, eins og nafnið gefur til kynna - hunangi.

Þessar vörur hafa verið sjúklega vinsælar í USA lengi, það fyrsta sem ég eignaðist frá þeim er varasalvi (sem var einmitt það fyrsta sem hann Burt bjó til skilst mér) sem er alveg ágætur! Hann er alls ekki feitur eins og vaselín, en manni finnst hann vera að gera eitthvað á vörunum og ég finn það þegar varirnar eru mjög þurrar að þá kemur svona nettur sviði (ekkert vont sko), eins og til að láta vita að hann sé að gera gagn!

Allavega. Loksins komu þær til Íslands. Ég var mjööög spennt að sjá allar frábæru vörurnar, þetta eru svona apóteksvörur svo ég skellti mér í Apótekarann í göngugötunni á Akureyri. Þá blasir dýrðin við mér... Einn rekki - mjórri en ég. Ég hrópaði ekkert yfir mig af fögnuði en skoðaði fyrir vikið allar vörurnar sem í boði voru, m.a. Belly Butter fyrir væntanlegar mæður! Auðvitað gat ég ekki farið tómhent út, svo hér er afraksturinn:

Energizing Body Bar (sápa) með mangó- og appelsínulykt, sem er reyndar mjög góð. Svo var býflugan sem er stimpluð í sápuna eitthvað svo krúttleg.
Sugar Scrub (í baðið eða sturtuna) með uuuu... cranberry- (?) og granateplalykt, sem er enn betri!

Girnileg sápa sko, hlakka til að prófa hana... veit samt ekki alveg hvað energizing þýðir - verður maður extra hress af þessari sápu? :)

Hlakka sko enn meira til að prófa skrúbbinn, elska svona sturtuskrúbba! En ég skil ekki, hvorki við þetta né Body Shop, af hverju þetta er ekki í túpu? Það er alveg glatað að hafa svona dunka í sturtunni. Finnst mér.
Öpdeit: Þetta er sko allt öðruvísi en ég bjóst við, sko bara virkileg sykurleðja! Mjög ólíkt Body Shop gelkenndu skrúbbunum í dollum. Mjög lítill vökvi í þessu svo maður gæti hæglega farið í gegnum eina svona á stuttum tíma. En þetta er líka algjör SKRÚBBUR, maður verður helst að hafa þvottapoka eða "loofah" til að skola af með. Ég fíla þetta! En hugsa að það sé ekki gott að nota þetta oftar en 1-2 í viku, kannski áður en maður setur á sig brúnkukrem og þess háttar. 

Jæja, ætli það sé ekki best að ég skelli mér bara í bað og prófi herlegheitin ;)

xoxo

laugardagur, 12. nóvember 2011

Volare förðunarvörur

Ég var svo heppin að fá að prófa Volare förðunarlínuna núna um daginn, myndavélin mín var ekki beint vinur minn svo ég náði því miður ekki almennilegum myndum af förðunum sem ég gerði með vörunum. Í línunni eru meik, púður, sólarpúður, augnskuggar, augnblýantar, blautir eyelinerar, varalitir, glossar; sem sagt allur pakkinn!

Ég er mjög hrifin af varalitunum, þeir endast vel og lengi og það voru að koma mjög flottir litir. Ég veit ekki alveg hverjir nýju litirnir voru en ég var hrifnust af þessum:


Geggjaðir haustlitir númer 1 og 3, báðir mattir, hinir tveir eru sanseraðir.



Svo eru þessir tveir sanseraðir og glossin ótrúlega flott, mjúk og glansandi :)


Eins og ég sagði var myndavélin ekki vinur minn þegar ég var að reyna að taka myndir af förðunum, en ég náði samt ágætum myndum af tveimur duo-augnskuggum. Þeir koma sem sagt allir tveir og tveir saman; svartur og grár, grænn og ljósgrænn, blár og ljósblár, sinnepsgulur og rústrauður og margir fleiri. Mjög flottar samsetningar. Það sem mér fannst með augnskuggana var að það er algjört möst að nota einhverskonar grunn undir, t.d. augnskuggagrunninn frá NN Cosmetics, Paint Pot frá MAC eða grunn frá Urban Decay. 





Ég á sjálf græna duo-ið og lofa að þegar myndavélin mín þýðist mig skal ég reyna að taka góða mynd af förðun með því :)

Ef þið viljið prófa Volare vörurnar er það hún Valdís Anna sem er algjör sérfræðingur og snillingur, hún er með Facebook síðu :)





mánudagur, 7. nóvember 2011

Sunnudagsbakstur

Varð bara að deila með ykkur sunnudagsbakstrinum mínum, ég fann svo rosalega góða uppskriftasíðu og þar sem ég er svolítið bandarísk í mér fíla ég nánast allt þar! Svo ég tali nú ekki um hvað konurnar sem halda henni úti eru skemmtilegir pennar, ég les oft uppskriftirnar og hlæ upphátt að vitleysunni í þeim :) 

Síðan heitir sem sagt Our Best Bites og er algjör snilld... Mæli hiklaust með að þið flettið í gegn. 

Ég er ekki mikið "hollustufrík" svo ég tek bara það sem mér sýnist vera gott og það hefur sko slegið í gegn heima hjá mér. Fyrst voru það geggjaðar "chewy" súkkulaðibitakökur, nú eru það lungnamjúkir, himneskir kanelsnúðar, sem meira að segja aular eins og ég geta bakað. Svo eru það þessar... þær skulu verða gerðar, einn góðan veðurdag... Hriiiiiiikalega girnilegar.

Hér er uppskriftin að kanelsnúðunum, og ég mæli með að þið lesið í gegnum allan textann og fáið vatn í munninn við að skoða myndirnar, en takið líka vel eftir leiðbeiningunum á milli myndanna. Þar leynast nefnilega bestu leiðbeiningarnar. 

Ef ég væri þið myndi ég ekkert bíða eftir næsta sunnudegi, heldur skella í þessa strax í dag! ;)

xoxo

p.s. Næst á dagskrá er svo smá sýnishorn af Volare förðunarvörum sem ég var svo heppin að fá að prófa. 

annað p.s. Endilega munið eftir gjafaleiknum sem er enn í gangi, þegar það verða komin 350 like á Bjútíboxið á Facebook dreg ég út fallegu 20 lita augnskuggapallettuna.

föstudagur, 28. október 2011

Fljótleg dagförðun

Hér er mjög fljótleg og einföld dagförðun, það sem ég notaði:

- MAC Paint Pot í Soft Ochre
- NYX augnskuggi Platinum Pink
- MAC augnskuggi Hepcat
- MAC Fluidline Blacktrack
- NN Cosmetics Lush maskari

Byrjið á Paint Potinu (líka hægt að nota Shiseido kremaugnskugga eða NN Cosmetics augnskuggagrunninn) yfir allt augnlokið og svo Platinum Pink yfir það.
Notið Hepcat með mjóum bursta til að ná mjórri línu meðfram efri augnhárunum.
Þurrkið litinn úr burstanum og notið hann í Blacktrack eyelinerinn, til að setja mjööööög granna línu við neðri augnhárin.
Maskarið svo eins og ykkur lystir og þið eruð reddí!

Tekur bara nokkrar mínútur og hægt að nota hvaða lit sem er.

xoxo

laugardagur, 22. október 2011

Nýir Shiseido kremaugnskuggar

Jæja, kominn tími á smá förðun á þetta blogg!

Var svakalega spennt að sjá nýja kremaugnskuggalínu frá Shiseido, þeir breyttu umbúðunum og nú eru þeir í flötum dollum og stað kúptra. Allir litirnir eru nýir og ég er mjöööög hrifin.
Þeir eru allir með sanseringu. Kosta 4.800,- í Jöru-búðunum.

Notaði tvo í dag, þennan neðsta sem sést bara smá í (mynd af Google) og er grágrænn, ásamt þessum fjólubláa í horninu til vinstri.


Vörur:
-Dior Forever farði
-Shiseido Perfect Smoothing púður (eeelska það)
-Dior augnabrúnablýantur
-Shiseido kremaugnskuggar x2
-Sensai blautur eyeliner (eeelska hann)
-Dior Iconic maskari
-NYX gloss Perfect

Byrjaði á grágræna litnum á 3/4 af lokinu og blandaði fjólubláa ofan á.

Setti smá af hvorum lit undir neðri augnhárin og notaði lítinn bursta til að "smudge-a" eyelinernum með.
Voilá!

xoxo

þriðjudagur, 18. október 2011

Kynningarnar hjá NN Cosmetics

Mig langaði aðeins að segja ykkur frá kynningunum sem ég hef nefnt á facebook síðunni.

Um er að ræða heimakynningar, en gestgjafinn býður heim til sín svo við getum átt skemmtilega og notalega kvöldstund saman og fræðst um vörurnar.
Ef það koma 6 eða fleiri á kynninguna fær gestgjafinn veglega gjöf að launum; t.d. hafa verið í boði vörur að eigin vali, farði, púður, augnskuggar og ýmislegt fleira úr vörulínunni.
Kynningar vara í um það bil tvær klukkustundir.

NN Cosmetics eru sömu vörur og No Name sem var og hét, eru frá sama framleiðanda og sami eigandi er nú og þá, Kristín Stefánsdóttir, sem stofnaði líka Förðunarskólann sem starfræktur er í Reykjavík.

Markmiðið er að halda vöruverði í lágmarki með að kynna þessar gæðavörur í heimahúsum, þar sem allar konurnar sem mæta geta fengið faglega ráðgjöf og leiðbeiningar um litaval.
Förðun á líka að vera skemmtilegur tími dagsins en ekki kvöð sem maður kvíðir fyrir að framkvæma :) Þess vegna sýni ég á kynningunni einfalda förðun á 1-2 konum og hver og ein má prófa eins mikið af vörunum og hana lystir.

Endilega hafið samband á bjutiboxid@gmail.com ef þið hafið áhuga eða viljið meiri upplýsingar! :)

xoxo

miðvikudagur, 28. september 2011

Rakamaski og skrúbbur

Það er algjört gull fyrir húðina að gera pínu öðruvísi en venjulega fyrir hana. Einu sinni í viku er ágætt að venja sig á að annaðhvort næra hana betur eða þrífa hana betur en venjulega, í kvöld valdi ég að næra hana með þessum rakamaska sem ég hef sagt áður frá:

Það stendur að maður eigi að láta hann vera á í 10 mínútur og ef þetta væri hreinsimaski myndi ég hlýða - en af því að þetta er rakabomba þá læt ég hann vera á eins lengi og ég vil! Nema ég sé að fara eitthvað eftir ;) Áður en ég fer að sofa þurrka ég létt yfir með þurri bómull svo það nuddist ekki mikið í koddann, en læt restina vera og vinna yfir nóttina.
Þessi er líka vinur minn og þann nota ég ef ég vil hreinsa meira en venjulega. Þennan er allt í lagi að nota 2-3 í viku, hann er með litlum skrúbb-ögnum sem hreinsa dýpra ofan í húðholurnar, en þeir kalla hann Hydra-Respect, þ.e. hann "virðir" rakann í húðinni og húðin er ekki stíf og þurr eftir á. Mér finnst ágætt að skrúbba honum á áður en ég fer í sturtu því agnirnar eru lúmskar og sitja sem fastast ef maður skolar ekki vandlega af.

xoxo

sunnudagur, 25. september 2011

Varalitir fyrir haustið

Eins og ég talaði um í haust-trendafærslunni verða dökkir varalitir mikið sjáanlegir í haust. Blóðrauðir, vínrauðir, brúnleitir og allt þar fram eftir götunum. En auk þess er gaman að vera með skæra liti á veturnar (eða það finnst mér allavega) svona til að vega upp á móti öllu myrkrinu!

Ég tók því til nokkra varaliti sem mér finnst skemmtilegir fyrir veturinn, annars vegar dökka og hins vegar orange-tónaða skærari liti.



Efsti liturinn, MAC Viva Glam I, er mattur og rosalega fallegur. Nirvana er alls ekki jafn dökkur og hann lítur út fyrir að vera í umbúðunum, en hann er með smá sanseringu eins og síðasti liturinn, MAC Viva Glam V.


Þessir fjórir eru allir með sanseringu - Flirt er hrikalega flottur orange-bleikur, Jamaica er ekki alveg jafn appelsínugulur og Ravishing og Micro Bisque er aðeins meira bleik-brúnn.

Allt flottir litir sem hægt er að útfæra við ýmis tilefni :) Þessir ljósari eru nú aðeins meira hversdags-friendly en hinir dekkri flottir til að toppa flott outfit eða ef maður nennir ekki að mála sig mikið!

xoxo

fimmtudagur, 22. september 2011

Gjafaleikur í samstarfi við nn Cosmetics!

Jæja dömur mínar (og kannski herrar)

Þá er komið að öðrum gjafaleik, sem mér finnst hrikalega spennandi og skemmtilegt! Í þetta sinn er það nn Cosmetics sem býður fram gjöf, hvorki meira né minna en 20 LITA AUGNSKUGGAPALLETTU!!!
Gjörið svo vel og kíkið á gersemina hér:

Þessir augnskuggar eru stærri en venjulegir, eiginlega "júmbó" stærð af augnskuggum, og þeir eru sko geggjaðir! Hrikalega flottir brúnir og gylltir, en líka flottir litir til að leika sér með og prófa nýja hluti eins og þessir bláu, bleiku og fjólubláu!

Ég hlakka ekkert lítið til að gefa einhverri heppinni dömu þessa pallettu :)

Nú eru reglurnar þannig að ef þið viljið komast í pottinn verðið þið að kommenta á þessa færslu og segja mér hvaða litir í pallettunni ykkur finnst mest spennandi (ekki endilega það sem þið mynduð nota mest, heldur það sem væri flippað að prófa!)
Ég dreg út úr öllum like-um á Facebook þegar komin eru 300 like. Þá er í vinning svakalega flott þekjandi gloss, líka frá nn Cosmetics.
Þegar það eru komin 350 like á Facebook dreg ég út úr kommentum við þessa færslu!
ÞIÐ VERÐIÐ AÐ KOMMENTA TIL AÐ KOMAST Í PALLETTU-POTTINN!

Jæja! Let the games begin!

xoxo

Ath. að þó þið séuð ekki með google-account getið þið kommentað með að velja "Name and url" eða "Anonymous" og kvitta nafnið ykkar undir.

Svo megið þið líka endilega deila facebook síðunni fyrir mig krútt ;)

þriðjudagur, 20. september 2011

Umfjöllun: Sigma F80 bursti

Í þessari færslu var ég nýbúin að fá þennan bursta og gat ekki beðið eftir að sýna ykkur. Nú er ég búin að vera að nota hann og ég get sko alveg sagt ykkur að hann er YNDISLEGUR! Svo mjúkur en samt svo stífur og hann er fullkominn í fljótandi farða eða ef maður vill mikla þekju með púðurfarða.
 Ég er búin að nota hann mjög mikið og enn hefur hann ekkert farið úr hárum (ekki það að það væri alveg eðlilegt ef það dytti eitt og eitt) sem mér finnst stórmerkilegt.

Hann kostar 16 dollara á síðunni hjá þeim - bætið 35,5% við og þá eruð þið komnar með hvað hann kostar til Íslands (10% tollur, 25,5% vsk). Hér getið þið skoðað og verslað hann.

Hann fær 10 hjá mér! Langar í allt settið núna (þeir eru þrír í setti)!

xoxo

mánudagur, 19. september 2011

Ráð vikunnar 19. september

Ef þið viljið nota brúnkukrem til að viðhalda sumarbrúnkunni, munið að nota alltaf hanska svo þið verðið ekki flekkóttar á höndunum. 

mánudagur, 12. september 2011

Ráð vikunnar 12. september

Komið á förðunarnámskeið Bjútíboxins :)

Nú er ég byrjuð með förðunarnámskeið á Akureyri í samstarfi við nn Cosmetics og langar að þið komið allar ;)

Námskeiðið er 4 klst að lengd og verður farið yfir allt það helsta sem þið þurfið að kunna til að farða sjálfar ykkur; umhirða húðar, val á burstum, ýmsar útgáfur af dag- og kvöldförðun og margt fleira. Innifalinn er glósupakki sem ég setti saman og gjöf frá nn Cosmetics. Svo getið þið komið með snyrtiveskið ykkar og þá fer ég yfir með ykkur hvernig þið fáið mest not fyrir það sem er í því.

Aðeins komast 5 konur að hvert kvöld svo það er um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst.

Ef þið viljið meiri upplýsingar getið þið haft samband við mig í gegnum facebook message (Hildur Axelsdóttir) eða á e-mail hildur_axels@simnet.is.

xoxo

sunnudagur, 11. september 2011

Þorum við í haust-trendin...

Jæja fannst tími kominn til að sýna ykkur smá hvað verður heitt núna í haust og vetur... skv. tískublöðum og tískupöllum.

Náttúrulegt er gott, falleg húð, miklar augabrúnir og bara smá maskari og kinnalitur til að gera effect.

Dökkar varir eru málið í haust, þennan lit er ég alveg að fíla. Svo eru það augnhárin, þau eiga að vera... bíðiði... KLESST! Hvað er það, spyr maður sig, nú er maður alltaf að reyna að finna hinn fullkomna maskara sem klessir ekki augnhárin - enda á maður sko að búa til hinar fullkomnu klessur, hvorki meira né minna. Ég held að ég falli ekki fyrir þessu trendi... mér finnst eiginlega fátt ljótara en klesst augnhár. Hvað finnst ykkur?

Metallic smokey augnförðun verður vinsæl, með alls konar litum og í alls konar útfærslum. Við þessar venjulegu myndum kannski ekki útfæra það svona alveg upp á augabrún - en engu að síður verður gaman að leika sér með þetta trend.

Þykkur eyeliner. Þarf ég að segja meira?

Jæja, hvað finnst ykkur?

xoxo

miðvikudagur, 7. september 2011

Spurning frá lesanda Bjútíboxins

Þessi spurning barst mér í gegnum gömlu bloggsíðuna mína - sem betur fer fæ ég hana í e-maili líka! En ég ákvað að birta hana líka hérna:
 
gudrunbieber asked: Á maður að bretta upp á augnhárin áður en maður setur maskarann á? Og afhverju?
 
Sæl, það gerir oft mikið fyrir augu sem vísa aðeins niður á við eða fyrir eldri augu að “opna” þau með því að bretta augnhárin.
Einnig ef augnhárin þín standa beint fram eða hafa ekki náttúrulega sveigju er sniðugt að bretta þau, þá opnast augun meira og virka stærri.
Ef þú brettir eftir að þú setur maskarann á er hætta á að þú klípir augnhárin hreinlega af - svo ég mæli ekki með því.

Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni, endilega haltu áfram að fylgjast með á nýju síðunni, bjutiboxid.blogspot.com :)

xoxo

mánudagur, 5. september 2011

Ráð vikunnar 5. september

Fáið prufur af kremum áður en þú kaupir

Ekki blæða í dýr krem og hreinsivörur sem enda á að skemmast upp í skáp því varan hentaði ekki þinni húðgerð.
Ef búðin sem kremið sem ykkur líst á á ekki prufu, spyrjið hvort það sé í lagi að þið komið með litla krukku og fáið smá af testernum í versluninni (verið smekklegar - ekki reyna að fá of mikið ;p). Sé þjónustan í lagi segja þær hiklaust já! Þá getið þið prófað í nokkra daga og séð hvernig húðin bregst við.

xoxo

miðvikudagur, 31. ágúst 2011

Augnabrúnir

Jæja dömur - eitt af því sem setur mestan svip á andlitið okkar eru augnabrúnirnar.

Ég talaði um í ráði vikunnar núna á mánudaginn að reyna að lita hárin ekki of dökk, einum til tveimur litum dekkri en háraliturinn þinn er venjulega nóg til að setja svip.
Persónulega fer ég í plokkun og litun og lita mig svo sjálf inn á milli, með hinum klassíska Refectocil lit sem maður fær í apótekinu. Ég nota alltaf brúnan en mér finnst hann meira að segja einum of dökkur fyrir mig svo ég ætla að athuga hvort það sé ekki til ljósbrúnn lika og prófa hann næst. Hárin mín eru mjög ljós og ég verð gjörsamlega andlitslaus þegar ég læt líða of langt á milli litana.
Til að redda mér inn á milli nota ég augnabrúnablýant (frá Dior, mjög góður), augnskugga (brúnan og skáskorinn bursta með) eða augnabrúnatúss (frá nn Cosmetics, helst svakalega vel) til að fylla inn í. Brúnirnar mínar eru gisnar fremst svo ég móta þær alltaf líka.

Ef þið viljið lita og plokka sjálfar verðið þið bara að passa að falla ekki í þá gryfju að plokka of mikið. Takið mest yst þar sem brúnin endar, ekki taka ofan af brúninni, og reynið að taka ekki framan af því þá missir brúnin sína náttúrulegu lögun.
Munið svo að það er í tísku að vera með náttúrulega þykkar og miklar en vel snyrtar brúnir, svo ég endurtek: Plís ekki plokka of mikið.

Þegar þið mótið hana getið þið svo stuðst við þessa mynd:
Ef þið miðið við nefið á ykkur á að vera bein lína upp að fremsta parti brúnarinnar. Bein lína meðfram augasteininum að efsta partinum og bein lína meðfram ytra horni augans og að enda augabrúnarinnar. Þetta þarf auðvitað ekki að vera upp á millimetra, þetta er meira hugsað sem stuðningur svo maður hafi einhverskonar viðmið.

Gangi ykkur vel!

xoxo

mánudagur, 29. ágúst 2011

Ráð vikunnar 29. ágúst

Ef þið litið á ykkur augnabrúnirnar...

Reynið að lita hárin aðeins einum til tveimur tónum dekkri en hárið á ykkur er. 

Þannig lúkka þær sem náttúrulegastar og þið verðið ekki grimmar þegar þið farið í plokkun og litun :) Sumar vilja það auðvitað en þessa dagana eru þykkar, náttúrulegar augabrúnir málið!

xoxo

p.s. ég ætlaði að setja fína mynd af augnabrún en netið er svo hægt að ég gafst upp!

þriðjudagur, 23. ágúst 2011

NYX Jumbo Lip blýantar

Í þessari færslu talaði ég um Júmbó elskur :)
Mig langaði að sýna ykkur hversu flott þetta verður á vörunum, því þessir blýantar eru svo mjúkir og æðislegir - og svo greinilegt að það er einhver raki í þeim því mínar varir verða ekki þurrar af þeim eins og af sumum varalitum.

Hér er litaprufa:

Keypti mér þrjú stykki úti og er rosalega ánægð með þá. Best er að það er svo auðvelt að "sótthreinsa" þá, bara ydda og þá er ysta lagið farið af! Ég er nefnilega frekar manísk með varaliti og gloss og lána t.d. aldrei glossin mín. Það gerir mér mjög auðvelt fyrir að nota þessa :)
Þennan næstefsta, Pink Nude, nota ég oft yfir "the cupid's bow", eða oddhvassa hlutann af efri vörinni (er nokkuð nafn yfir það á íslensku??) til að highlighta og gera meiri fókus á það. Svo set ég oft alveg yst á miðjupartinn á neðri vörinni. Þetta gerir það að verkum að varirnar virka fyllri og þykkari. 

Hér eru þeir svo á mér, í sömu röð og á myndinni fyrir ofan:

Honey
Pink Nude

Iris
Fuschia
Honey er uppáhaldið mitt... En mér finnst þeir allir flottir - ég nota bara ekki oft svona mikið "sparkly" á varirnar eins og miðjutveir eru.
Það skemmir líka ekki fyrir gleðinni hvað þeir endast lengi!

Samantekt:
NYX Jumbo er æði!

xoxo

mánudagur, 22. ágúst 2011

Ráð vikunnar 22. ágúst

Þegar þið veljið ykkur meik, prófið litinn á því á kjálkanum.

Húðin á handarbakinu er alls ekki eins á litinn og í andlitinu svo það þýðir ekkert að prófa litinn á meikinu þar. Mér finnst best að setja smá úr prufudollunni á handarbakið til að finna áferðina (þykkt/létt, froða/fljótandi o.s.frv.) og taka þaðan smá doppu til að prófa á kjálkanum.

xoxo

sunnudagur, 21. ágúst 2011

Fyrsta Naked lúkkið

Hæhæ! Vona að helgin hafi farið vel með ykkur!

Hér kemur fyrsta lúkkið sem ég notaði Naked pallettuna í. Ætla að segja ykkur hvaða augnskugga ég notaði:
 - Virgin yfir allt og upp að augabrún
 - Sin yfir lokið upp að augnbeini
 - Svo setti ég þykka línu af nn kremeyeliner (þarf ekkert að vanda sig við það)
 - Notaði restina úr penslinum á neðri augnháralínuna, aðallega yst
 - Halfbaked yfir eyeliner línuna, notaði flatan bursta til að nudda honum aðeins til svo hann næði yfir alla svörtu línuna. Líka á neðri augnháralínuna.
 - Fyllti inn í augabrúnir með Buck
 - Notaði The Falsies Maybelline maskarann



Einfalt og mjög fljótlegt! Svo er hægt að nota endalaust af litum yfir svartan eyeliner, ef þið eigið einhvern flottan lit sem þið viljið nota sem liner helst hann mjög vel á ef maður setur hann yfir kremliner.

Þetta lúkk er að sjálfsögðu hægt að gera með þeim litum sem þið eigið - þarf ekkert endilega að vera úr Naked pallettunni :)

xoxo

föstudagur, 19. ágúst 2011

China Glaze naglalakk

Nýtt nýtt nýtt ;)
Svo gaman! Ég fíla China Glaze naglalökkin og ég er farin að elska Seche Vite ofan á! Svo fljótt að þorna og svo  glansandi og flott.


Ég þarf nú eitthvað að fara að skoða myndavélamálin hjá mér - er ekki nógu ánægð með litina úr minni vél þegar ég er að reyna að ná naglalökkum og förðunum. En þessi mynd er svona sem komst næst litnum. Hann er svo fallega ferskju-bleikur, alveg út í rautt en samt nógu ljós til að poppa upp litlaust outfit :) Svo væri líka flott að nota Konad stimplana ofan á. 

xoxo