fimmtudagur, 29. mars 2012

Pinterest

Eruði á Pinterest? Ég er húkkt! 


Mæli með að þið tékkið á þessu, fullt af hugmyndum; meiköpp, uppskriftir og allt annað á milli himins og jarðar! 

xoxo

fimmtudagur, 15. mars 2012

Umfjöllun: Palladio Eye Ink

Er búin að vera að prófa Palladio eyeliner sem heitir Eye Ink, hann er ponkulítill með eins og tússpenna til að teikna línuna á. Ég keypti hann í gegnum Make Up Geek búðina.

Ég er bara frekar hrifin af honum, þreif hann af eftir 12 tíma í gær og hann hafði haldist alveg nákvæmlega eins og ég setti hann á - sem er mjööööög gott fyrir eyeliner! Oft hverfur smá innan úr augnkróknum, þið vitið, en hann hélst alveg. Hann dofnaði ekki sjáanlega heldur. Ég var með augnskugga líka og hann smitaði ekki upp á augnlokið.
Það er rosa auðvelt að setja hann á þar sem hann er í svona tússpennaformi, en það eina var að það þarf að passa að hrista hann aðeins inn á milli til að það komi meira í tússinn, því ef hann þornar þá fer hann að draga til úr línunni sem maður er búinn að gera... skiljiði hvað ég meina? Þá fer að sjást í húðina aftur; hann fer að virka eins og strokleður ;) Þetta er það eina sem ég hef út á að setja, en gerist hvort sem er með flesta ef ekki alla svona eyelinera sem ég hef prófað.

Hann fær því góða dóma hjá mér :)

Vara: 5/5
Ásetning: 3,5/5
Umbúðir: 4/5 (myndi vilja hafa hann aðeins lengri, svo hann passaði betur í hendi. En það er bara ég að vera smámunasöm ;))

xoxo

föstudagur, 9. mars 2012

Nýir Make Up Geek augnskuggar!

Í síðustu sendingu valdi ég aðallega hlutlausa liti, brúntóna, þið vitið - þessa sem maður notar mest og oftast.
Ég er búin að vera svooo ánægð með þá að ég ákvað að prófa þessa sem eru aðeins litríkari, hér eru þeir sem ég valdi:
 Chickadee!
Dökkgulur, mattur
 Goddess
Ok, þessi er líka "neutral" - millibrún/bronsaður með shimmeri.
 Mango Tango
Rosa flottur ferskju/appelsínulitaður
 Mermaid
Ó svo flottur! 
 Peacock
Einmitt liturinn sem þarf ef maður vill tóna niður bæði Mermaid og Poolside (fyrir neðan). Mattur.
Poolside
Er eitthvað íslenskt orð fyrir "teal"? 

Myndir teknar af makeupgeek.com

Ég er búin að vera að nota augnskuggana úr fyrri sendingunni í leikhúsinu og þeir haldast ótrúlega vel á, jafnvel þó það sé ekki grunnur undir... Þeir eru bara frábærir! Svo mikið kudos til Marlenu (yfir Make Up Geek-sins) að búa til svona góðar vörur. 

Næst á dagskrá er svo að sýna ykkur eyelinerana sem ég fékk með í sendingunni, þeir eru frá Palladio. Bætti líka við mig einni Z Palette og svo fengu nokkur pör af gerviaugnhárum að fljóta með, tilvalið að koma í förðun núna ;) 

Eruð þið duglegar að panta af netinu, eða viljið þið sjá vörurnar "live" áður en þið kaupið?

xoxo

miðvikudagur, 7. mars 2012

Tékkið á þessum :)

Langaði að sýna ykkur eyeliner sem ég er orðin mjög hrifin af, er búin að nota hann í leiksýningu þar sem mikið er um að vera, m.a. ferðir í heita pottinn (ég er ekkert að grínast, með tilheyrandi sulli og látum), og hann helst alveg ótrúlega vel á!

Hér er gersemin - Maybelline Eye Studio Lasting Drama. Hann kostar tæplega 3.000,- krónur í Hagkaup að mig minnir og það besta er að það fylgir bursti með! Hversu frábært er það!

Mæli með að þið kíkið á hann ef ykkur vantar góðan kremliner.

Svo eru smá gleðifréttir: Var að fá nokkra nýja Make Up Geek augnskugga í hús... ásamt blautum eyelinerum frá Palladio og annarri Z Palette - já ég er húkkt! Sýni ykkur góssið við fyrsta tækifæri ;)

xoxo