miðvikudagur, 31. ágúst 2011

Augnabrúnir

Jæja dömur - eitt af því sem setur mestan svip á andlitið okkar eru augnabrúnirnar.

Ég talaði um í ráði vikunnar núna á mánudaginn að reyna að lita hárin ekki of dökk, einum til tveimur litum dekkri en háraliturinn þinn er venjulega nóg til að setja svip.
Persónulega fer ég í plokkun og litun og lita mig svo sjálf inn á milli, með hinum klassíska Refectocil lit sem maður fær í apótekinu. Ég nota alltaf brúnan en mér finnst hann meira að segja einum of dökkur fyrir mig svo ég ætla að athuga hvort það sé ekki til ljósbrúnn lika og prófa hann næst. Hárin mín eru mjög ljós og ég verð gjörsamlega andlitslaus þegar ég læt líða of langt á milli litana.
Til að redda mér inn á milli nota ég augnabrúnablýant (frá Dior, mjög góður), augnskugga (brúnan og skáskorinn bursta með) eða augnabrúnatúss (frá nn Cosmetics, helst svakalega vel) til að fylla inn í. Brúnirnar mínar eru gisnar fremst svo ég móta þær alltaf líka.

Ef þið viljið lita og plokka sjálfar verðið þið bara að passa að falla ekki í þá gryfju að plokka of mikið. Takið mest yst þar sem brúnin endar, ekki taka ofan af brúninni, og reynið að taka ekki framan af því þá missir brúnin sína náttúrulegu lögun.
Munið svo að það er í tísku að vera með náttúrulega þykkar og miklar en vel snyrtar brúnir, svo ég endurtek: Plís ekki plokka of mikið.

Þegar þið mótið hana getið þið svo stuðst við þessa mynd:
Ef þið miðið við nefið á ykkur á að vera bein lína upp að fremsta parti brúnarinnar. Bein lína meðfram augasteininum að efsta partinum og bein lína meðfram ytra horni augans og að enda augabrúnarinnar. Þetta þarf auðvitað ekki að vera upp á millimetra, þetta er meira hugsað sem stuðningur svo maður hafi einhverskonar viðmið.

Gangi ykkur vel!

xoxo

mánudagur, 29. ágúst 2011

Ráð vikunnar 29. ágúst

Ef þið litið á ykkur augnabrúnirnar...

Reynið að lita hárin aðeins einum til tveimur tónum dekkri en hárið á ykkur er. 

Þannig lúkka þær sem náttúrulegastar og þið verðið ekki grimmar þegar þið farið í plokkun og litun :) Sumar vilja það auðvitað en þessa dagana eru þykkar, náttúrulegar augabrúnir málið!

xoxo

p.s. ég ætlaði að setja fína mynd af augnabrún en netið er svo hægt að ég gafst upp!

þriðjudagur, 23. ágúst 2011

NYX Jumbo Lip blýantar

Í þessari færslu talaði ég um Júmbó elskur :)
Mig langaði að sýna ykkur hversu flott þetta verður á vörunum, því þessir blýantar eru svo mjúkir og æðislegir - og svo greinilegt að það er einhver raki í þeim því mínar varir verða ekki þurrar af þeim eins og af sumum varalitum.

Hér er litaprufa:

Keypti mér þrjú stykki úti og er rosalega ánægð með þá. Best er að það er svo auðvelt að "sótthreinsa" þá, bara ydda og þá er ysta lagið farið af! Ég er nefnilega frekar manísk með varaliti og gloss og lána t.d. aldrei glossin mín. Það gerir mér mjög auðvelt fyrir að nota þessa :)
Þennan næstefsta, Pink Nude, nota ég oft yfir "the cupid's bow", eða oddhvassa hlutann af efri vörinni (er nokkuð nafn yfir það á íslensku??) til að highlighta og gera meiri fókus á það. Svo set ég oft alveg yst á miðjupartinn á neðri vörinni. Þetta gerir það að verkum að varirnar virka fyllri og þykkari. 

Hér eru þeir svo á mér, í sömu röð og á myndinni fyrir ofan:

Honey
Pink Nude

Iris
Fuschia
Honey er uppáhaldið mitt... En mér finnst þeir allir flottir - ég nota bara ekki oft svona mikið "sparkly" á varirnar eins og miðjutveir eru.
Það skemmir líka ekki fyrir gleðinni hvað þeir endast lengi!

Samantekt:
NYX Jumbo er æði!

xoxo

mánudagur, 22. ágúst 2011

Ráð vikunnar 22. ágúst

Þegar þið veljið ykkur meik, prófið litinn á því á kjálkanum.

Húðin á handarbakinu er alls ekki eins á litinn og í andlitinu svo það þýðir ekkert að prófa litinn á meikinu þar. Mér finnst best að setja smá úr prufudollunni á handarbakið til að finna áferðina (þykkt/létt, froða/fljótandi o.s.frv.) og taka þaðan smá doppu til að prófa á kjálkanum.

xoxo

sunnudagur, 21. ágúst 2011

Fyrsta Naked lúkkið

Hæhæ! Vona að helgin hafi farið vel með ykkur!

Hér kemur fyrsta lúkkið sem ég notaði Naked pallettuna í. Ætla að segja ykkur hvaða augnskugga ég notaði:
 - Virgin yfir allt og upp að augabrún
 - Sin yfir lokið upp að augnbeini
 - Svo setti ég þykka línu af nn kremeyeliner (þarf ekkert að vanda sig við það)
 - Notaði restina úr penslinum á neðri augnháralínuna, aðallega yst
 - Halfbaked yfir eyeliner línuna, notaði flatan bursta til að nudda honum aðeins til svo hann næði yfir alla svörtu línuna. Líka á neðri augnháralínuna.
 - Fyllti inn í augabrúnir með Buck
 - Notaði The Falsies Maybelline maskarann



Einfalt og mjög fljótlegt! Svo er hægt að nota endalaust af litum yfir svartan eyeliner, ef þið eigið einhvern flottan lit sem þið viljið nota sem liner helst hann mjög vel á ef maður setur hann yfir kremliner.

Þetta lúkk er að sjálfsögðu hægt að gera með þeim litum sem þið eigið - þarf ekkert endilega að vera úr Naked pallettunni :)

xoxo

föstudagur, 19. ágúst 2011

China Glaze naglalakk

Nýtt nýtt nýtt ;)
Svo gaman! Ég fíla China Glaze naglalökkin og ég er farin að elska Seche Vite ofan á! Svo fljótt að þorna og svo  glansandi og flott.


Ég þarf nú eitthvað að fara að skoða myndavélamálin hjá mér - er ekki nógu ánægð með litina úr minni vél þegar ég er að reyna að ná naglalökkum og förðunum. En þessi mynd er svona sem komst næst litnum. Hann er svo fallega ferskju-bleikur, alveg út í rautt en samt nógu ljós til að poppa upp litlaust outfit :) Svo væri líka flott að nota Konad stimplana ofan á. 

xoxo

mánudagur, 15. ágúst 2011

Ráð vikunnar 15. ágúst

Notið varablýant áður en þið setjið á ykkur varalit. 



Margir make up artistar nota varablýant í hlutlausum lit undir alla varaliti, því að það skerpir á vörunum og eykur "dýpt" ef svo má segja. Það er gott að venja sig á að fylla líka inn í varirnar, ekki bara gera ytri línuna. Einnig hjálpar þetta varalitnum að haldast innan settra marka og þegar hann fer að nuddast af (því let's face it, maður hefur ekki alltaf tíma til að bæta á!) sjást minni skil og hann fer ekki af í flekkjum.

xoxo

sunnudagur, 14. ágúst 2011

Urban Decay NAKED

Ó já, ég er orðin stoltur eigandi Naked augnskuggapallettu frá Urban Decay!


Svona lítur beibíið út... Það fylgdi líka með mini primer potion sem er augnskuggagrunnur frá UD og er algjör snilld! Hann er eins og lím fyrir augnskuggann, meira að segja í hitanum sem ég var í í fríinu, þannig að hann fær toppeinkunn frá mér.

Þegar maður opnar blasir dýrðin við manni, tólf augnskuggar, hver öðrum fallegri. Svo fylgir líka bursti með sem er 100% vegan (=engin dýrahár í honum).

Virgin, Sin, Naked, Sidecar

Buck, Half Baked, Smog, Darkhorse

Toasted, Hustle, Creep, Gunmetal
Hér eru þeir í sömu röð og ég taldi upp hér að ofan.


Allt saman hrikalega fallegir litir, maður er með allan skalann þarna. Highlight og "yfir-allt" liti, skyggingaliti og eyeliner.
Fyrstu litirnir eru fallegir fyrir grunn og highlight. Buck litinn er ég búin að vera að nota til að lita inn í augabrúnirnar á mér, mjög góður litur í það.
Því miður var ljósið ekki betra en svo þegar ég tók mynd að það afbakaði alveg litina Half Baked og Smog, þeir eru mjög glimmeraðir og flottir. Half Baked er gullinn en Smog aðeins meira "rusty". Þeir eru mjög flottir í skyggingar. Síðustu litirnir eru geggjaðir til að nota í eyelinerlínu, til að auka skyggingar eða gera smokey.

Ég mun koma til með að sýna ykkur lúkk gerð með þessari pallettu, það er sko hægt að leika sér endalaust með svona liti. Smokey, létta dagförðun, fallega kvöldförðun fyrir árshátíð eða brúðkaup, hvað sem er!

xoxo

laugardagur, 13. ágúst 2011

Naglalakk dagsins

Ég fór í voðalega fína handsnyrtingu í fríinu mínu, fékk gelnaglalakk á neglurnar og var svaka skvísa. Fannst það ótrúlega sniðugt þar til það fór að flagna af... Þá kom í ljós að ef maður er óþolinmóður eins og ég og rífur gelnaglalakk af í bílnum því maður nennir ekki að bíða eftir að komast heim í acetone, verða neglurnar ekkert sérlega fallegar. Ég skellti því á mig OPI strengthening lakki þegar ég kom heim, svo þessu fallega ofan á:

China Glaze Papaya Punch
Mér finnst þessi mynd ekki alveg gefa því nógu góð skil, það er appelsínugulara! En ég er voða ánægð með litinn og myndi taka mynd ef neglurnar mínar væru aðeins betur farnar. Því þó að liturinn feli mesta ljótleikann eru þær samt svo hrjúfar að það sést í gegn. 

Ég fjárfesti líka í þessari snilld í fríinu: 

Hef endalaust séð youtube og make-up bloggara tala um þetta Seche Vite - Dry Fast Top Coat. Keypti sem betur fer tvö því þetta er algjör snilld! Neglurnar urðu miklu yfirborðsfallegri og þornuðu á nokkrum mínútum, gat meira að segja skipt um föt nokkrum mínútum seinna án þessa að það klesstist allt. Gef þessu 10!

xoxo og húrra fyrir góðum vörum!

föstudagur, 12. ágúst 2011

Að gera sína eigin varalitapallettu!

Þá er ég komin úr sumarfríi og allt fer á fullt hér á næstu dögum! Var að dunda mér við þetta núna áðan og gat ekki beðið eftir að sýna ykkur útkomuna!

Þið kannist kannski við að eiga nokkra varaliti og nennið kannski ekki að muna nöfnin á þeim öllum, né opna hvern og einn til að finna þann eina rétta við dress kvöldsins. Þá er ég með lausn handa ykkur (þá meina ég ekki að ég hafi fundið upp á þessu sjálf, hef séð ýmsa youtube-gúrúa gera þetta;p)!
Búið til ykkar eigin varalitapallettu!

Það sem þið þurfið til verksins:

Varalitir heimilisins - best er að raða þeim strax í þá röð sem þið viljið, hvort sem það er eftir lit, gerð eða áferð

Palletta undir skemmtilegheitin; ég notaði MAC 15 lita pallettu en það væri sniðugt að nota 4 lita pallettu eða hversu stóra sem þið finnið og ykkur finnst passleg.

Borð, skeið og einhverskonar spaða (ég notaði naglasnyrtispaða), kerti, pappír, blað og penna.
Þá eruði tilbúnar.
Fyrsta skref er að raða litunum upp eins og þið viljið hafa þá í pallettunni. Ég raðaði þeim svona ca. eftir lit en þið gætuð líka gert eftir merki (NYX, MAC, Bobbi Brown o.s.frv.) eða áferð (matt, satín, glimmer o.s.frv.)
Þá takið þið áhöldin og passið að þau séu alveg hrein. Gerið línu í fyrsta varalitinn með spaðanum (best er að hafa spaðann sem grennstan) allan hringinn. Þá getið þið brotið hann af og lagt hann í skeiðina. Ég notaði ekki alveg allan varalitinn í hvert skipti, heldur skildi eftir ca. 5-10 mm eftir. Ef ég notaði meira fór að fljóta út fyrir mótið - en það fer líka eftir því hversu stórt mótið er. Byrjið samt frekar á að taka lítið og bræðið þá meira ef það er pláss í mótinu.
Svo haldið þið skeiðinni fyrir ofan kertið og sjáið nánast strax að varaliturinn fer að bráðna. Þegar hann hefur allur bráðnað er komið að því að hella í mótið. Þetta er pínu "tricky" en ég klúðraði samt bara einu sinni, þá notaði ég spaðann til að redda mér og skafa ofan af varalitunum sem ég hellti óvart ofan á!
Þá er ekkert eftir nema að þurrka af skeiðinni og spaðanum og byrja á næsta lit! Passið bara að þurrka neðan af skeiðinni líka, hún verður væntanlega sótsvört. 

Þegar allt er komið í (og þið skrifuðuð röðina á litunum á blaðið ykkar með pennanum, er það ekki?:)) Getið þið notað lokið af pallettunni til að líma litla merkimiða í með gerð og heiti/númeri á lit. Þá vitið þið alltaf hvar þið getið nálgast annan ef þið klárið ykkar. 

Hér er svo útkoman:

Litirnir sjást því miður ekki vel - t.d. er þessi efsti fyrir miðju ELDrauður en ekki svona bleikur. Þessi neðsti næstlengst til vinstri er líka ekki svona ljótur, hehe!

Ég er ótrúlega ánægð með þetta og svo verður yndislega þægilegt að ferðast með þetta í stað 15 varalita sem eru allir mismunandi að stærð og gerð!

Snilld!

xoxo