miðvikudagur, 27. júlí 2011

Primer

Mér finnst - á tyllidögum - rosalega gott að nota primer, eða undirfarða, undir meikið mitt. Primer gerir það að verkum að farðinn verður áferðafallegri, hann fyllir upp í húðholur og ýmist mattar eða gefur húðinni ljóma - allt eftir virkni hans.
Til eru margir mismunandi primerar og ég ætla að stikla á stóru og sýna ykkur þrjá sem ég veit að hafa gefið góða raun.

Fyrstan vil ég nefna Clarins Beauty Flash Balm. Hann er vinsæll út um allan heim og ég bara varð að eignast hann eftir að ég las nokkrar umfjallanir um hann.
 Ég er svo ánægð með hann því hann gerir nákvæmlega það sem stendur að hann geri. Hann er öðruvísi en flestir primerar á þann hátt að hann er meira eins og krem - en flestir primerar eru gelkenndir. Það stendur "brightens, tightens" sem myndi útleggjast á íslensku "birtir, þéttir" og ég get svo svarið að hann gerir einmitt það! Ég nota alltaf rakavatn á andlitið kvölds og morgna og þarf ekki að setja á mig dagkrem ef ég nota þennan primer. Hann fyllir vel upp í línur og gerir húðina alveg gallalausa. Þó hann eigi að gefa smá ljóma á hann jafnt að henta feitri sem þurri húð og það er alls ekki eins og húðin glansi.
Hann gefur líka bringu og hálsi mjög fallega áferð svo endilega spreðið smá og berið aðeins neðar en á höku :)

Þá er það Lancome La Base Pro. Hann er gelkenndur og frekar þykkur. Hentar öllum húðtýpum.
 Þennan er ég búin að eiga frekar lengi og var fyrsti primerinn sem ég prófaði. Hann á að henta öllum húðtýpum en ef maður er með mjög þurra húð myndi ég ekki endilega mæla með honum. Hann er olíulaus svo hann stíflar ekki húðholur. Þennan þarf alveg 100% alltaf að nota rakakrem undir.
Hann fyllir vel upp í húðholurnar (án þess að stífla eins og ég nefndi því hann er olíulaus) og mattar húðina.
Mjög fínn primer.

Svo er það YSL Matt Touch Primer. Þessi er alveg í guðatölu hjá þeim sem eru með feita húð.
Þessi er, eins og Lancome primerinn, olíulaus, það er aðeins léttari áferð á honum en Lancome. Hann er hvítur og aðeins kremkenndari en samt gelaður (það er orð!).
Mæli með honum fyrir þær sem glansa mikið og eru með feita húð! Jafnar húðina og heldur henni mattri - eins og nafnið gefur til kynna!

Endilega deilið ef það eru einhverjir sem þið hafið prófað og elskað/hatað (við viljum samt bara ást á þessari síðu ;p)

xoxo

mánudagur, 25. júlí 2011

Ráð vikunnar 25. júlí

Notið sólarvörn. (punktur!)

Alltaf alltaf alltaf alltaf alltaf alltaf alltaf.

Þarf ég að segja meira? ;)

xoxo

Jade is the New Black

Leyfi myndunum að tala sínu máli:



Með Depend Cracked Effect ofan á

Kom mjög vel út fannst mér :)

xoxo

þriðjudagur, 19. júlí 2011

Need Sunglasses?

Hið yndislega sólar-gula naglalakk frá OPI


Með flassi
Án flass
Hrikalega verður maður sumarlegur með þetta á nöglunum, tala nú ekki um tásunum!

xoxo

mánudagur, 18. júlí 2011

Dior - Rock Your Nails Collection

Hér er ég með lakk úr Dior línunni Rock Your Nails, flottir litir í henni en þessi höfðaði mest til mín.

Mjög töff túrkíslitt lakk, eiginlega alveg matt. Það segir í lýsingunni "with a hint of sparkle" en ég sé það hvergi :) En mér finnst liturinn flottur, þarna er ég svo með Top Coat frá Dior líka.

xoxo

Ráð vikunnar 18. júlí

Þegar þið notið body lotion, nuddið því þá hraustlega inn í húðina til að koma blóðflæðinu af stað.

Þetta á sérstaklega við um krem sem eru með einhverskonar virkni í, t.d. eiga að "hrekja burt" appelsínuhúð eða hjálpa litabreytingum og þess háttar. Ef við nuddum því inn í húðina í staðinn fyrir að bera það bara létt á, stuðlum við að því að a) kremið kemst fyrr inn í húðina og virkar því fyrr og lengur, í stað þess að liggja utan á og klínast í fötin okkar og b) kemur blóðflæði húðarinnar betur af stað svo að húðin tekur betur við kreminu og þar með virkninni. Prófið þetta næst, sérstaklega á "vandamálasvæðum" eins og lærum, rassi og upphandleggjum. 

xoxo

Munið eftir gjafaleiknum, það er ein gullfalleg NYX palletta eftir sem ég var að setja mynd af á Facebooksíðuna!

sunnudagur, 17. júlí 2011

Förðun gærdagsins :)


 Ég notaði YSL Pure Chromatics pallettu fyrir efra lúkkið, svo er ég líka með hinn yndislega Sensai (Kanebo) eyeliner penna. Var alveg búin að gleyma hvað hann fáránlega góður! Shiseido maskari og lúkkið er klárt.


Þetta er pallettan fallega. Hvíti yfir allt, ljósfjólublái yfir lokið og dökkfjólublái til að skyggja. Sorrý myndatökuna, hún sýnir skygginguna nánast ekkert. Svo setti ég græna sem eyeliner línu og eyelinerinn sjálfan ofan á - svo græni sést bara smá (again, afsakið myndatökuna... myndavélin mín höndlar svona förðunarmyndir ekki nógu vel!)
Svo vissi ég ekki fyrr en eftir á að það má nota þessa augnskugga blauta líka (bleyta aðeins í burstanum fyrst og dúmpa svo í litinn) og þá kemur liturinn betur fram - það hlaut eitthvað að vera! Geri það pottþétt næst.


 Mig langaði að breyta aðeins til fyrir kvöldið og notaði augnskugga frá NN Cosmetics sem ég er húkkt á - gerði svona hálfgert smokey bara yfir allt en af því hinir litirnir voru undir kom þessi náttúrulega allt öðruvísi út en venjulega. Svo notaði ég silfraðan til að line-a ofan á eyelinerinn og lýsa aðeins upp. Ó, svo gaman að gera allskonar og leika sér með liti og form!

Ekki vera hræddar að prófa eitthvað nýtt, með litum sem þið notið aldrei eða skyggingum sem ykkur finnst skrítnar fyrst. Í versta falli þrífið þið það af ;)

xoxo

fimmtudagur, 14. júlí 2011

Hár-hugleiðingar

Mig er farið að langa að breyta um hárstíl - ekkert klikkað kannski en smá tilbreyting finnst mér alltaf skemmtileg!
Er búin að vera að skoða á netinu og það sem mér líst best á (ef breytingin á ekki að vera róttæk) er svona hliðartoppur eða upp á enskuna "side-swept bangs".

Cameron Diaz er alltaf fín


Fín fín, vil samt ekki alveg svona miklar styttur

Eins og Jennifer er á efri myndinni finnst mér mjööög flott!
Er ekki frá því að ég þurfi að prenta myndina af Jennifer út og sýna hárgreiðsludömunni - svo guggna ég kannski og bið hana bara að særa endana...!

Hvað finnst ykkur? Á maður að breyta reglulega til? Ætti ég kannski að fara aftur í þennan pakka:


xoxo

miðvikudagur, 13. júlí 2011

Kaup á Tax Free í Jöru

Nældi mér í 3 góðar vörur á 20% afslætti í Jöru í vikunni.
-Shiseido HydroPowder augnskugga (kremaugnskugga sem ég talaði um hér)
-Lancome Le Crayon Kohl augnblýant
-OPI naglalakk! (Surprise, surprise!)


Bare Pink
Platinum

Need Sunglasses?

Hér prófaði ég litina við hliðina á þeim sem ég átti fyrir - Mér finnst Bare Pink og Platinum passa alveg svakalega vel saman, maður er ekki með alveg jafn "harða" línu ef maður notar einhverja svona liti; silfur, brúnt eða þ.h. í staðinn fyrir svarta.
Bare Pink er mjög fallegur einn og sér t.d. í vinnuna, en svo hef ég notað hann við MAC augnskuggann Sable (sjáið hann efst í þessari færslu), þá set ég smá skyggingu með MAC skugganum ofan á Bare Pink og það kemur mjöööög vel út.

Kem með mynd af lakkinu við tækifæri!

Munið svo eftir Bjútíboxinu á Facebook, ef þið like-ið þar getið þið unnið geggjaðar NYX vörur frá Airbrush og Make Up Gallery þegar like-arar verða komnir upp í 180!  Endilega takið þátt og ef þið eruð dúllur megiði deila síðunni á vegginn ykkar svo við getum farið að draga út ;)

xoxo

Kata vinkona

Hún er alltaf svo endalaust fín! Ég veit að allur heimurinn er að birta myndir af henni núna en það er ekkert skrítið! Hún er alltaf vel til höfð og í fínum fötum (hún vinnur náttúrulega við að vera fín;p)
Svo er hún alltaf elegant máluð, með mjúka, dökka línu í kringum augun og smá smokey effect, náttúrulegir litir og alltaf flott.

Er einhver "celeb" sem ykkur finnst aldrei feila?

Drífið ykkur nú út í góða veðrið ;)

xoxo

þriðjudagur, 12. júlí 2011

Ráð vikunnar 11. júlí

úpps það er kominn 12. júlí, sorrý sorrý, þetta átti að koma inn í gærkvöldi!

En ráð vikunnar er:

Til að fá léttari áferð á húðinni á heitum sumardögum (jei það er komið sumar), blandið einni pumpu af farðanum ykkar við dagkremið sem þið notið.

Svo berið þið það á með puttunum, bursta eða svampi, alveg eins og þið mynduð annars gera, en áferðin er léttari og þekur ekki jafn mikið. Þetta er líka gott ráð ef ykkur finnst farðinn ykkar vera of þykkur eða of þekjandi.

xoxo

mánudagur, 11. júlí 2011

Áframhaldandi gjafaleikur og sunnudagskvöld!

Jæja, nú á ég eftir að draga tvisvar sinnum í gjafaleiknum og við leyfum honum bara að mjatla áfram þar sem hann mun að mestu leyti gerast á Facebook síðu Bjútíboxins, næst dreg ég þegar like verða komin upp í 180 :) Svo ef þið viljið vera algjör krútt megið þið alveg deila síðunni með vinum ykkar svo við náum markmiðinu!
Nú eru engar reglur í úrdrættinum nema að vera búinn að like-a Facebook síðuna, þá ertu í pottinum!!

En nú sit ég fyrir framan tölvuna með rakamaska og vara-exfoliator sem ég skrifaði um í þessari færslu. Rakamaskinn er frá Dior og lítur svona út:




Set hann á, leyfi að vera í ca. 10 mín, nudda honum smá inní og tek svo þurra bómull og þurrka allt sem hefur ekki smogið inn í húðina af. Voða gott fyrir þreytta húð eftir helgina, tala nú ekki um ef þið hafið verið á djamminu og mögulega gleymt að þrífa af ykkur meiköpp eftir það :)

Til að nýta tímann setti ég svo á mig fyrrnefndan Lip Balm Exfoliator, en hann er algjör snilld, hann er með sykurkornum og piparmyntu í svo maður nuddar honum á varirnar þannig að hann fjarlægi alla dauðu húðina af, varirnar verða silkimjúkar á eftir. Ég leyfi honum að liggja á á meðan ég er með maskann því það er líka varasalvi í þessu svo þetta nærir varirnar mjög vel. Svo mæli ég með að setja einhvern góðan varasalva á fyrir háttinn (ekki þennann því maður vill ekki éta kornin;p), maka honum vel á svo rakinn haldist í vörunum og þær verði mjúkar og fallegar.

Ég gleymdi alveg að segja ykkur fyrir helgina að það er 20% afsláttur (Tax Free) í Jöru búðunum á Akureyri! Hann verður framyfir helgi skilst mér, alveg til miðvikudags! Það er nú lúxus, fá 20% af öllum vörunum hjá þeim :) Svo var líka Tax Free í Hagkaup en ég held að það hafi bara verið til dagsins í dag.

Á svo eftir að sýna ykkur það sem ég nældi mér í á afslættinum í Jöru!

xoxo

p.s. bæði Dior og YSL fæst í Jöruverslununum, er ekki alveg viss með Hagkaup.. :)

fimmtudagur, 7. júlí 2011

Fyrsti sigurvegarinn....

...í fyrsta gjafaleik Bjútíboxins er:

Ella Tóta!!

Elísabet Þórunn, ég hef samband við þig í gegnum tölvupóst og þú færð þessar hrikalega flottu NYX vörur frá Airbrush & Make Up Gallery:

Hin geggjaða Smokey Eyes palletta

Gullfallegur bronzer til að fá þetta "sunkissed" lúkk!
Óska Ellu Tótu innilega til hamingju og minni ykkur hinar á að gamanið er ekki allt búið enn! Ég á enn eftir að draga út 2 sinnum!

Sýni ykkur vörurnar sem dregnar verða næst út bráðum!

xoxo

miðvikudagur, 6. júlí 2011

Sigma F80 bursti

Fékk þennan gullfallega bursta í póstinum í dag... nammi namm!



Hlakka svo til að prófa hann í fyrramálið, ég óskaði þess heitt og innilega að ég hefði ekki verið með meik þegar ég fór og sótti hann... hrikalega mjúkur og góður en samt stinnur og með mjög þéttum hárum.

Vildi bara sýna ykkur, læt svo aftur vita þegar ég er búin að prufukeyra hann aðeins :)

xoxo

p.s. getið tékkað á Sigma-burstunum hér :) Og þessi bursti er hér! Þau voru líka að koma með 3 augnskuggapallettur sem eru sjúklega vinsælar þessa dagana meðal youtube-gúrúa! Langar ekkert lítið að komast yfir svoleiðis!

mánudagur, 4. júlí 2011

Ráð vikunnar 4. júlí

Berið alltaf dagkremið ykkar allavega niður á háls, helst niður á bringu.



Við viljum ekkert frekar vera með þurra, ójafna og hrukkótta húð á hálsinum heldur en á andlitinu svo það er góð regla að bera alltaf dagkremið sitt á sig og gera svo jafnar hreyfingar upp á við á hálsinn og bringuna.
Ég tala nú ekki um svona á sumrin þegar við erum gjarnan í einhverju aðeins flegnara og sjaldnar í peysum sem hylja upp í háls - þetta er tíminn til að byrja á þessu. Svo fáum við extra út úr þessu ef það er sólarvörn í dagkreminu (sem á helst að vera! Nema þið notið meik með sólarvörn)!

xoxo

sunnudagur, 3. júlí 2011

Multi Color Manicure

Sá svo sæta liti í Hagkaup frá Alessandro, ákvað að hemja mig og kaupa bara einn! Notaði hann með Chanel 509, Paradoxal.
Mjög sniðugt hjá Alessandro að selja naglalökk í litlum 5 ml glösum - til samanburðar eru OPI venjulegu 13 ml. Burstarnir hjá Alessandro eru reyndar ekki jafn góðir (hef ekki prófað stóru glösin frá þeim) og OPI en fyrir helmingi minni pening sætti ég mig alveg við það :) Sérstaklega af því að þegar maður kaupir svona liti, ekki þessa venjulegu ljósbleiku og -beige liti, þá notar maður sjaldnast alla 13 ml sem eru í OPI glösunum.

Hér eru myndir:

Eintóm gleði og voða gaman að vera með svona mismunandi liti! Mun pottþétt prófa aftur með öðrum litum :)

xoxo

p.s. ekki gleyma gjafaleiknum sem er í færslunni fyrir neðan, ath. að þið verðið að kommenta við þá færslu til að vera í pottinum :)

föstudagur, 1. júlí 2011

Gjafaleikur Bjútíboxins!

Ég er ótrúlega spennt að tilkynna ykkur að Bjútíboxið, í samstarfi við Airbrush & Make Up Gallery í Hafnarfirði, ætlar að hafa sinn fyrsta gjafaleik og hefst hann hér með!

Airbrush & Make Up Gallery sér okkur fyrir hinum geggjuðu NYX vörum sem ég hef oft fjallað um og við ætlum að gefa nokkrar glæsilegar vörur hérna á Bjútibox-blogginu!

Hér er LÍTIÐ brot af vöruúrvali NYX!


Reglurnar eru einfaldar:
- Þú kommentar við þessa færslu af hverju ÞÚ ættir að fá gjöf frá okkur! (Þarf ekki að vera nein ritgerð;p) (Strákar! Þið megið líka kommenta ef þið viljið komast í pottinn til að hafa séns á að gefa kærustunni, mömmu ykkar eða systur flottar förðunarvörur!)
- Skilur eftir nafn og tölvupóstfang í kommenti.
- Ferð á Facebook síðu Bjútíboxins og like-ar hana (og ef þú ert algjört krútt þá deilirðu henni með vinum þínum!)
og þá ertu komin/nn í pottinn! 

Til mikils er að vinna því það verður ekki bara dregið einu sinni, en fyrst verður dregið þegar like á Facebook síðu Bjútíboxins verða kominn upp í 150. Ef þú ert búin/nn að skrá þig einu sinni ertu örugg/ur um að vera alltaf með í úrdráttunum.

Ég mun hafa samband við vinningshafa í tölvupósti. Ef vinningshafi svarar tölvupóstinum ekki innan sólarhrings verður annar dreginn út.
Ef ég dreg út einstakling sem hefur ekki like-að Facebook síðuna, verður annar dreginn út (já ég mun tékka á því! :)).

Þið getið byrjað STRAX að kommenta og fylgist svo vel með!

xoxo