mánudagur, 27. júní 2011

Ráð vikunnar

Reynið að geyma snyrtivörurnar ykkar við stofuhita

Það eykur endingu - séu þær geymdar við sífelldar hitabreytingar og gufu, eins og er inn á baðherbergi hjá okkur, getur það dregið úr endingu. Svo gerir það líka krem-vörum (augnskuggum, augnskuggagrunnum, varalitum) ekki gott að vera geymdar í hita. Þurrar vörur þola það betur - þær þola allt betur :)

Svo, ef þið mögulega getið komið því við, bjargið sem flestum af snyrtivörunum ykkar út af baðherberginu. Ég er t.d. búin að færa allt nema andlitsvatn og skrúbba út af baðherberginu.

xoxo

sunnudagur, 26. júní 2011

Shiseido kremaugnskuggar

Það var ca. 2008 sem ég uppgötvaði kremaugnskuggana frá Shiseido. Þeir koma í litlum krukkum og í nokkrum rosa flottum litum. Þar sem ég er ótrúlega mikið fyrir gyllta, brúna og jarð-tóna keypti ég mér þann gyllta og notaði villt og galið rétt eftir kaupin. Svo lenti hann einhvernveginn neðst í snyrtitöskunni og ég hef lítið sem ekkert notað hann í tvö ár.

Mikið svakalega varð ég svo ánægð þegar ég notaði hann aftur í vikunni og hann var alveg eins og ég mundi! Þessir augnskuggar eru náttúrulega tær snilld! Hann haggast ekki yfir daginn, maður kemur heim með hann nákvæmlega eins og hann var þegar maður fór út. Ótrúleg gæði, svo getur maður ráðið hversu mikinn lit maður vill á augnlokin, viljirðu meira dúmparðu einfaldlega meiru á augnlokið þangað til þú færð útkomu sem þú ert ánægð með.
Síðustu daga hef ég líka prófað mig áfram með að nota augnskugga yfir þennan, t.d. notaði ég gylltan Bobbi Brown augnskugga og smá svartan ofan í til að gefa dýpt, það kom mjööög vel út. Náði því miður engri góðri mynd :(

Ó hvað mér finnst gaman að finna svona uppáhalds aftur og rifja upp AF HVERJU það var uppáhalds! Nú þarf ég klárlega að fjárfesta í fleiri litum af þessu! Það er svo gaman að vera með smá lit á augnlokunum í vinnunni, bara til að breyta aðeins til.

Shiseido fæst í Jöru á Akureyri og Hygeu og Hagkaup fyrir sunnan.

Svo mæli ég með að þið fylgist VEL með í næstu viku, bæði hér og á Facebook, ætla að fara af stað með smá leik í tilefni hálfsársafmælis Bjútiboxins!

xoxo

miðvikudagur, 22. júní 2011

Litaprufur

Langaði að sýna ykkur litaprufur úr nokkrum NYX pallettum, þær eru til í öllum regnbogans litum. Þessar sem ég er með hér eru þriggja lita og henta vel ef mann langar í smá dýpt í förðunina, ljós litur yfir allt, mið til að skyggja og dekksti til að fá enn meiri dýpt eða jafnvel setja sem eyelinerlínu.

 Þessi er sú mest notaða hjá mér! Sahara, hinn fullkomni highlighter litur, hægt að nota hann til að dusta létt yfir fyrir ofan kinnbeinin til að gefa flott "glow".

 Þessa fallegu grænu er hægt að nota á ýmsa vegu, litina sér eða saman.

 Þetta er hin fullkomna "brúðar"palletta, svoooo fallegir litir! Hengi mig svo sem ekki upp á það en þessa liti geta allir verið með, hrikalega flottir.

Svo erum við með hina ómissandi hvítu-gráu-svörtu pallettu, litirnir heita þessum líka frumlegu nöfnum ;)

Ég notaði NN Cosmetics augnskuggagrunn undir brúnu og svörtu pallettuna en NYX Jumbo hvítan undir hinar tvær. 

Eigið þið einhverjar NYX pallettur? Hverja mynduð þið vilja eiga af þessum?

xoxo

mánudagur, 20. júní 2011

Neglur og ráð vikunnar

Hér er nýjasta naglamyndin - ef þið hafið borðað Cheetos snakk þá gæti þetta minnt ykkur á það ;)





Það poppar neglurnar svo upp að vera með eitthvað svona öðruvísi á 1-2 nöglum, næst ætla ég að prófa multi-color manicure svokallaða, hafa tvo mismunandi liti af naglalökkum á nöglunum - 2 með einu og 3 með öðru.
Hér er svo hinn svakaflotti Chester Cheetah - lukkudýr Cheetos snakksins.

En að öðru; ég ætla að brydda upp á því að koma með svokallað "ráð vikunnar" á mánudögum. Þetta verða stutt og laggóð ráð, engar langlokur (nema ég hafi eitthvað MIKIÐ að útskýra), en ég ætla að reyna að tileinka mér þau (og þið vonandi líka), allavega í þessa viku sem þau gilda!

Ráð vikunnar: Notið alltaf, alltaf base coat eða einhverskonar styrkjandi lakk á neglurnar áður en þið lakkið þær með lit. 

Af hverju? Styrkjandi efni gera nöglunum gott, hjálpa þeim að haldast hörðum og flottum, ásamt því að bæði styrkjandi efni og base coat láta naglalakkið endast lengur og gera góðan grunn fyrir það. Síðast en ekki síst, í ljósi þess að sterkir litir á neglur eru svo mikið í tísku, þá lita naglalökkin neglurnar ef þið eruð ekki með eitthvað sem er á milli lakksins og naglanna. Það er ekkert rosa töff að vera með hálffjólubláar neglur eftir að vera búin að taka lakkið af!

xoxo

föstudagur, 17. júní 2011

Sigma burstar :)

Verð bara að deila aðeins með okkur áður en ég stekk í rúmið. Í haust fann ég þessa síðu og ákvað að prófa að kaupa mér förðunarbursta þaðan. Ég var nú ekkert alveg viss því þeir eru svo hrikalega ódýrir (hvað er málið með okkur á Íslandi að ef vörur eru ódýrar þá er það samasem drasl?), en ég lét slag standa og keypti mér nokkra. Meðal annars var þessi elska sem ég er orðin háð og nota og nota og nota og nota...

Sigma E30
Þessi er bara algjört yndi. Hann er fullkominn til að búa til hið svokallaða "outer v" eða < laga skyggingu út með augunum. Hann tekur mikið af lit upp í sig og dreifir henni vel.
Hann er sem sagt svona blýantslaga, með oddi.
Ef það ætti að pína mig til að segja eitthvað slæmt er að hárin eru hvít svo hann verður aldrei jafn fullkomlega sætur og daginn sem þú fékkst hann eftir notkun ;) En það er nú minniháttar vandamál.
Kostar heila 9 dollara sem mér reiknast til að séu rétt rúmar 1.000,- kr íslenskar. Svo er svo heppilegt að Sigma sendir til allra landa!

Þegar skip mitt kemur að landi fjárfesti ég í þessu kitti frá þeim:
Þrír mismunandi lagaðir burstar úr gervihárum til að nota á andlitið. Meik, kinnalitur, púður, allt verður fallegt með þessum. Ég er sannfærð um það.

Já ég hef sko tröllatrú á þessum burstum ;)

xoxo

fimmtudagur, 16. júní 2011

Naglalitir sumar 2011

Mér finnst sumarlitirnir frá Essie naglalökkunum svolítið flottir, þessir tveir fyrir miðju aðallega. Auðvitað er alltaf eitthvað flott og minna flott í hverri línu, en sístir finnst mér blá/fjólublái og þessi hvít-græni á endanum. Ekkert svona... sérstakt við þá?
Annars þykir mér svo gaman að naglalökkum að ég væri alveg til í að prófa þessa alla! ;)

Verst er að Essie fæst ekki á Íslandi, en L'Oreal í Bandaríkjunum á fyrirtækið núna. Við skulum halda í vonina!


Annað sem er þó í boði á litla klakanum okkar (sem ég er farin að bíða frekar óþreyjufull að verði aðeins minni klaki í prósentum! Hvað er málið með þetta vonda júníveður?!) er Alessandro. Nú veit ég reyndar ekki fyrir víst hvort þessi Beach Beauty sumarlína er komin í verslanir hér, en mér finnst þessi lína reyndar öllu skemmtilegri en frá Essie! Langar sérstaklega að prófa litinn Mojito, sem er þessi lime-græni næst lengst til hægri í efri röð. Held að annar frá vinstri í efri röðinni gæti komið svolítið vel út líka.

En ef við viljum gera virkilega vel við okkur til að bæta upp sumarmissinn, þá er ekkert annað til ráða en að versla sér Chanel lakkið Mimosa, sem er svo sannarlega málið í dag. Bjart og skemmtilegt eins og sólin! Ef þið eruð ekki til í að punga út 4.500,- (ca.) fyrir naglalakki þá er OPI með tvö gul lökk í boði líka sem eru fjandi flott!
Chanel fæst í Jöru á Akureyri og einhverjum Hagkaupsverslunum í borginni. OPI fæst á ýmsum stöðum, m.a. Jöru á Akureyri og Hagkaup líka :)

Ef við hugsum svo nógu vel til veðursins þá hlýtur það að fara að batna og sýna okkur smá velvild ;)

xoxo

miðvikudagur, 15. júní 2011

Ný síða:)

Sælar dömur :)

Eins og þið sjáið er ég komin á nýja síðu með nýtt look, tilgangurinn er að það sé auðveldara að kommenta og ganga um síðuna. Vona að þið fílið hana! Endilega fylgist með á næstu vikum, það fer brátt spennandi leikur í loftið og ýmislegt sem þið megið ekki missa af!

Ég setti flestar færslurnar af gömlu síðunni inn á þessa svo þær koma náttúrulega allar inn sem 15. júní. En bráðum verður Bjútíboxið hálfs árs!

Takk fyrir lesturinn, þið eruð frábær(ar held ég að ég megi fullyrða;p)!

xoxo

Winged eyeliner

Ég ætla að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig mér finnst best að setja á mig eyeliner þannig að hann verði “winged” eða vængjaður, eða eitthvað betra orð. :)
Látum myndirnar tala:

image

Þetta eru eyelinerburstarnir mínir.
Efst er NYX bursti sem er skáskorinn, líka góður til að bæta lit í augabrúnir.
Þá kemur Make Up Store mjór, þessi algengasti eyelinerbursti.
Þriðji er Bobbi Brown bursti og neðstur er NN Cosmetics burstinn. Þessa tvo neðstu er flott að nota líka í augnskugga ef maður vill ná mjórri línu.

image

Hér er ég rétt byrjuð. Ég notaði MAC BlackTrack Fluidline gel linerinn og NN Cosmetics burstann. Ég byrja aðeins inn fyrir miðju og dreg línu út, bæti smám saman í hana. Best er að reyna ekki að gera heila línu í einu, það endar yfirleitt með ósköpum :) Reynið frekar að gera stuttar línur og tengja þær við næstu.

image

Svo vel ég mér stað þar sem ég læt endapunktinn á “vængnum” vera. Ég dreg þaðan og inn að því sem ég gerði áður, bæti svo smám saman til að bæta þykkt við. Mér finnst ágætt að miða við að þar sem ysta augnhárið mitt endar þegar ég opna augun, það sé ca. staðurinn þar sem “vængurinn” endar. Kannski virkar það ekki á öllum en það er ágætt að hafa smá viðmiðunarpunkt, þó maður greypi það ekki í stein.

image

Svo er bara að bæta í, breyta og nota eyrnapinna til stuðnings ef maður er farinn að gera of þykkt :) “Vængurinn” að ysta parti augans er næstum því eins og þríhyrningur í laginu, svo er fallegast að láta linerinn mjókka eftir því sem maður fer innar.

image

Voilá!

Svo er bara málið að reyna að líta sem mest seiðandi út með svona flottan liner ;) Ef þið viljið hafa hann dramatískari þá er hægt að hafa hann enn þykkri á endanum og enn minni innst.
Þetta gerir sko hvaða lúkk og outfit sem er mjög fágað og fínt finnst mér. Ef maður nennir að vinna í því að æfa sig aðeins (þolinmæði stelpur, þolinmæði) borgar það sig sko þegar mann langar að vera Marilyn Monroe eins og eitt kvöld!

Svo er um að gera að vera með eitthvað laust og létt í hárinu, ljósan varalit eða gloss og maður er good to go!

xoxo

Gerviaugnhár

Gleðilega stutta vinnuviku :)

Langaði að sýna ykkur uppáhaldsgerviaugnhárin mín:

image

Þau heita Elite og koma 2 pör í pakka. Það þarf að klippa þau í sundur og þá passa þau akkúrat inn að miðju á augnlokinu til að gefa fabjúlöss yfirbragð á hvaða förðun sem er. Þau gera svo mikið án þess að vera OF mikið. Það fylgir lím sem er alveg hreint ágætt og vel nothæft en ef þið eigið Duo lím þá myndi maður nú ekki slá hendinni á móti því!
Munið svo bara að taka þau af og setja þau aftur í boxið og nota þau aftur og aftur - því það er hægt að nota parið allt að 10 sinnum! Mig minnir að þau hafi kostað í kringum 1.500,- krónur, án þess að ég þori að hengja mig upp á það…

Fæst í Airbrush og Make-Up Gallery í Hafnafirði.


xoxo

Sumarhár

Nú er sá tími kominn að mig langar að breyta um hár - stíl þ.e.a.s. og þá fer mig að langa að prófa nýjar vörur! Hver hefði trúað því!
image


Mest af öllu langar mig að prófa þetta, las um þetta í Cosmo fyrir langalangalöngu en lét aldrei verða af því að kaupa, hélt reyndar að þetta væri alls ekki til á Íslandi. Þetta er sem sagt Sea Salt Spray sem ýtir undir náttúrulega “wavy” hár, svona eins og við höfum svo oft séð hjá henni Blake Lively

image

Þessar svokölluðu beach waves eru búnar að vera í tísku í svolítinn tíma og gera ótrúlega mikið fyrir sítt, venjulegt hár. Það besta er að maður þarf ekki að eyða fullt af tíma í að krulla með járni og þar af leiðandi fer það betur með hárið!
Í þessu spreyi frá label.m er hita- og UV vörn svo það er algjör snilld að nota það yfir sumarið þegar maður er mikið úti í sólinni.

image

Á hinn bóginn langar mig líka að prófa þetta Smoothing Cream, sem “róar” hárið ef svo má að orði komast, gerir það slétt og fínt og verndar það einnig gegn hita og UV-geislum.

Þá ætla ég að skjótast út í búð! ;)

Hvaða hárvörum mælið þið með? Hafið þið prófað eitthvað frá label.m eða eruð þið kannski háðar Bed Head? :)
 
xoxo

Umfjöllun: Maybelline farði

Ég hef verið að nota þetta meik undanfarnar vikur:

image

Keypti það í snatri á tax free dögum í Hagkaup og nota það í vinnuna og þegar ég vil vera með eitthvað létt á mér. Það er nú ekki slæmt að borga rúmar 2.700 krónur fyrir meik og maður þarf sko alls ekki meira en eina pumpu á allt andlitið.

Þessi farði á að gefa airbrush áferð og hann er mjög léttur. Það er best að setja hann á með puttunum og það þarf að passa að dreifa mjög vel úr honum - á mjög auðvelt með að fara í línur. Þess vegna nota ég puttana en ekki bursta. Mér finnst hann gefa fallega áferð fyrst eftir ásetningu en mér finnst hann alls ekki endast mjög lengi. Ég púðra alltaf yfir til að matta hann aðeins, nú er ég alls ekki með feita húð, en mér finnst samt alltaf vera hálfgerð slikja yfir andlitinu á mér.. svona… eins og andlitið sé pínu blautt. Vil ítreka að ég er ekki með feita húð og þetta gerist þó ég púðri yfir. Mögulega hentar farðinn þeim betur sem eru með mjög þurra húð.
Ég ætla nú samt að nota þessa túpu/dollu og sjá hvort mér líkar hún betur þegar líður á? En ég hugsa að ég kaupi ekki þessa gerð aftur. Ég hef samt heyrt góða hluti um aðra farða hjá þeim og langar að prófa t.d. Dream Matte Mousse, Superstay (hann á að endast í sólarhring!) og svo var að koma nýr sem heitir The Eraser og á að eyða öllum merkjum um línur, bauga og annað á húðinni.

Myndi gefa þessum farða 2 og hálfa stjörnu af fimm :) Ágætt fyrir þetta verð.

xoxo

Stimplar

Gerði 2 lúkk með sömu litum á mig og aðra skvísu;

image

Krúttlegt blettatígurs þegar það er notað með léttum litum :)

image

og svo svona teningamunstur á mig ;)
ohh það er svo gaman að gera svona alls konar :D
xoxo

Meiri júmbó

Jumbo Lip Pencil er önnur snilld frá NYX, þau stoppuðu sko ekki við augnblýantinn. Þeir eru líklega úr svipaðri formúlu, mjúkir og meðfærilegir, í svakalega fallegum litum - og þeir eru sko til í a.m.k. 30 litum!

image


Þessi heitir Pink Nude og gerir ótrúlega fallega “pearly” eða perlulega áferð. Mér finnst hann of glimrandi til að nota sem varalit en ég nota hann oft ef ég vil gera varirnar aðeins fyllri og set hann þá rétt á línuna á milli oddanna á efri vörinni og á miðjuna á línunni á neðri. Það er líka flott að vera með þennan undir og t.d. Smokey Look glossið frá NYX yfir.

image

Þessi heitir Soft Fuschia og er mjög vinsæll líka. Verið duglegar að prófa eitthvað nýtt:)

xoxo

Júmbó ást

Þetta er ein mesta snilldarvara sem ég hef kynnst :)

image

Þetta er Jumbo blýantur frá NYX. Hann má nota sem augnskugga, augnskuggagrunn og þannig nota ég hann oftast. Ef þú vilt láta litinn poppa þá er þetta besti vinur þinn. Hann virkar vel sem augnskuggagrunnur fyrir þær sem svitna ekki á augnlokunum, þ.e. eru ekki vanar því að augnskugginn fari í línur. Ef hann gerir það þá þyrfti maður að nota annan grunn undir en þennan bara sem “litapoppara”. Fyrri grunnurinn myndi þá matta augnlokið. Þessi blýantur er mjög kremaður og mjúkur, þetta er í raun ekki eins og venjulegur augnblýantur - enda er hann ekki notaður þannig. Það er auðvelt að dreifa úr honum.

image

Þann svarta er svo tilvalið að nota ef maður vill fá extra dökkt um augun, t.d. er sniðugt að setja hann fyrst, dreifa úr honum yfir lokið eða þar sem maður vill vera dekkstur og setja svo augnskugga yfir.
Svo skemmir ekki fyrir hvað NYX er ódýrt ;) Fæst í Airbrush og Make-Up Gallery í Hafnafirði :)

xoxo

Förðun dagsins

Í dag (sunnudag) farðaði ég mig nánast eingöngu með NN Cosmetics vörum og ákvað að sýna ykkur afraksturinn fyrst ég var í myndavélastuði ;)
Dagsdaglega er meiköpp rútínan mín ca. svona:
-Hendi á mig rakavatni frá Sensai og rakakremi eða primer (fíla Clarins Beauty Flash Balm primerinn)
-Pumpa smá meiki í lófann, set dropa hér og þar í andlitið og nota meikbursta til að dreifa jafnt og þétt úr með hringlaga hreyfingum.
-Nota púðurbursta í dökkt púður og skyggi kinnbein, nef og enni.
-Set á mig augabrúnirnar, ýmist með NN Cosmetics tússpennanum eða Dior augnabrúnablýantinum
-Bretti augnhárin
-Set á mig maskara (þetta skref er stundum gert í bílnum á leið í vinnu)

Í dag voru fyrstu þrjú skrefin svipuð, ég notaði reyndar meik frá NN Cosmetics sem er í stifti (lovit!) og notaði svo dekkri týpu af því til að skyggja. (Allar vörur í næstu skrefum eru frá NN Cosmetics nema ég taki annað fram)
-Augnskuggagrunnur yfir bæði augnlokin
-Ljós augnskuggi yfir allt lokið og upp að augabrún
-Dökkur skuggi, Frappe, við enda augnanna og blandaður aðeins inn á. Annar dekkri notaður til að dekkja enn meira við endana.
-Ljósi skugginn aftur til að blanda fyrir ofan skygginguna og inn á lokin.
-Svartur kremeyeliner settur á, byrjaði í miðju og vann mig út, svo aftur að miðju og inn í horn. Örmjó lína við neðri augnhár.
-Brúnn augnskuggi í augabrúnir
-Colossal maskari frá Maybelline. Maskari frá NN til að greiða betur úr (finnst Colossal flottur en hann klessir pínu)
og voilá!



imageimageimage

Þessar myndir voru teknar ca. 8 tímum eftir að ég setti þetta á - augnskugginn enn í fullkomnu standi ;) Þökk sé augnskuggagrunninum, algjör snilld.
xoxo
tékkið á Bjútíboxinu á Facebook ;)

Hot and Spicy frá OPI

Sagði ykkur frá því að ég keypti þennan lit um daginn :) Finnst hann svo sumar- og skemmtilegur!

image

Lækitalot!
xoxo

MAC varalitur

Jæja hér kemur, eins og ég talaði um í síðustu færslu, mynd(ir reyndar) af nýja MAC varalitnum mínum. Hann heitir Creme de la Femme og er með Frost áferð.

image

Svona er liturinn með flassi.

image

Hér er hann ekki með flassi.
Það sést greinilega að það eru glimmerörður í honum en mér finnst þær alls ekki áberandi þegar liturinn er kominn á.
Kominn á:

image

Finnst hann rosa flottur og hann gefur vörunum greinilega raka því ég verð ekki með “skorpnar” varir eftir hann.
Ég notaði NN Cosmetics varablýant sem heitir Natural áður en ég setti litinn á, til að ýta varalínunni aaaaaðeins út (munið bara að ofgera því ekki, við vitum allar að Ásdís Rán fékk sér sílíkon eða kollagen eða hvað sem það var í varirnar, hún málar ekki bara alltaf aðeins út fyrir!)
Varablýantur gerir það að verkum að við getum leikið okkur meira með lögun varanna og þær verða meira “defined” - úff ég finn ekki rétta orðið á íslensku!
Svo er gott að venja sig á að setja aðeins af varablýantnum inná varirnar, þá helst varaliturinn betur á og fer síður af í flekkjum.

xoxo

munið að like-a Bjútíboxið á Facebook!

Veiðiferð...!

Ég kíkti á Bobbi Brown kynninguna í Snyrtistofunni Lind á fimmtudaginn. Það var sérstaklega verið að kynna hyljarann nýja sem ég talaði um í færslunni fyrir hér fyrir neðan, en það var líka 20% afsláttur af öllum BB vörum. Ég stóðst auðvitað ekki mátið…..

image

Keypti mér þennan fallega varalit, það fyndna er að ég var búin að prófa annan sem var mjööög flottur - svolítið mikill litur fyrir manneskju eins og mig en ég ákvað að láta slag standa og vera villt! En svo kom ég út í bíl og leit á mig í baksýnisspeglinum og ákvað að ég vildi frekar kaupa þennan og nota hann þó allavega, heldur en að eiga hinn og þora aldrei að vera með hann! Liturinn heitir Bikini Pink :)
Svo keypti ég bursta sem heitir Touch Up og er tilvalinn til að hafa með í veskinu til að, eins og heitið gefur til kynna, laga meiköppið yfir daginn. Bæta við hyljara eða meiki, laga augnskugga og allt þar á milli.
Fyrir utan þennan 20% afslátt fékk ég svo gefins með prufu af Illuminating Powder, augnkremi sem virkar líka sem primer eða grunnur fyrir hyljara undir augun og Extreme Party maskara sem mig hefur lengi langað að prófa! Ég notaði maskarann um helgina og hann er mjög fínn - ekkert extreme reyndar finnst mér en ég ætla samt að gefa honum smá séns, sjá hvernig hann verður ef ég set nokkrar umferðir.

xoxo

p.s. Ég keypti alveg óvart varalit líka í MAC um helgina… geggjaðan lit, mynd væntanleg!
Langar svolítið að prófa þennan:
image
Þetta er sem sagt hyljari sem er búinn að fá fullt af lofi og verðlaunum, öðrum megin er hyljarinn sjálfur sem er kremkenndur og maður notar puttana eða hyljarabursta til að setja hann á. Hinum megin, þetta ljósara, er púður sem maður dúmpar yfir til að ná fullkominni þekju yfir baugasvæðið.
Ekki skemmir fyrir að hyljarinn  heldur rakastigi húðarinnar í jafnvægi og stuðlar þar með að færri línum (yfirborðsþurrkur í húðinni getur ýtt undir línumyndum, sérstaklega þar sem húðin er viðkvæm eins og á augnsvæðinu).

Mig langar svakalega að prófa þetta, þó ég sé reyndar mjög ánægð með einn sem ég á frá Shiseido - en þetta er snyrtivörusýkin að kalla, alltaf langar mann að prófa nýja dótið!
Ástæðan fyrir því að ég fór að skoða Bobbi Brown vörurnar er að það er kynning í dag og á morgun í Snyrtistofunni Lind á Akureyri, er ekki ótrúlega góð hugmynd að kíkja þangað og skoða?

xoxo

Maskarapælingar

Sko. Maskarar eru eitthvað sem við notum langflestar. Þeir eru sú snyrtivara sem þarf að endurnýja oftast, þannig að við stöndum ansi oft frammi fyrir spurningunni: “Hvernig maskara á ég að kaupa mér?” Staðreyndin er sú að það er enginn einn maskari sem hentar fyrir ALLA og ALLAR konur eru himinlifandi með. Það fer nefnilega mikið eftir því hvernig þín augnhár eru hvað virkar fyrir þig.

T.d. ætti kona með stutt augnhár frekar að velja sér maskara sem lengir heldur en þykkir. Margir maskarar lengja og þykkja og það er bara gott mál - um að gera að prófa þá - en standi valið um lengingu EÐA þykkingu myndi viðkomandi velja lengingu, einfaldlega til að gera meira úr því sem hún hefur.
Sjálf er ég með frekar löng augnhár og vel því undantekningalaust maskara sem þykkja vel. Ég þoli ekki gúmmíbursta nema á einum maskara; Dior Iconic (ekki að ég sé búin að prófa alla í heiminum!), því mér finnst þeir ekki greiða nógu vel úr. Ég vil frekar hafa þykka bursta sem ná inn á milli augnháranna og greiða úr, því þó maskarinn eigi að þykkja á maður ekki að enda með þrjú feit augnhár.
Svo er nú ráðgátan um það hvernig hver maskari virkar fyrir hvern og einn. Fyrrnefndur Iconic þykkir kannski mín augnhár - en lengir einungis fyrir næstu. Það er ekki algilt að þó vinkonan fíli ekki maskarann þá eigir þú ekki eftir að gera það!

Af því að strangt til tekið á maður að henda maskaranum sínum eftir þriggja mánaða notkun - hvort sem hann er orðinn þurr eða ekki, þá er orðið frekar blóðugt að eyða 5-7000 krónum í eitt stykki. Það þarf auðvitað hver að meta fyrir sig og margar eru orðnar húkkt á einhverjum og hreinlega þora ekki að prófa aðra!

Margir góðir maskarar eru á markaðnum og nefna má t.d. HR Lash Queen, þeir eru sannarlega búnir að stimpla sig inn hjá íslenskum konum og ekki er verra að þeir koma í mörgum útgáfum og henta vel þeim sem eru með viðkvæmt augnsvæði.

image

Dior er með marga góða maskara, minn uppáhalds er Iconic, hann er með gúmmíbursta og þykkir vel og lengir einnig.

image

Maybelline hefur sannað sig á maskarasviðinu og einn allra vinsælasti hjá þeim er Colossal, þessi guli. Hann á að gefa allt að 9x þykkingu og inniheldur Collagen til að “plumpa” augnhárin. Collagenið gerir það að verkum að það er frekar skrítin lykt af honum, en þær sem láta það ekki fara í taugarnar á sér hafa verið mjög ánægðar með hann.

image

Hvaða maskara notar þú?
xoxo

Burstaskipulag

Mig langaði svo að hafa burstana mína á einhverjum fínum stað, ekki alltaf að velkjast um í burstaveski eða með öllum hinum snyrtivörunum - svo þegar ég fékk mér hina sérlegu snyrtikommóðu ákvað ég að fjárfesta í skrautvösum og sandi og steinum til að stinga burstunum ofan í. Ég hef séð þetta á fleiri en einum og fleiri en tveimur stöðum og finnst þetta alltaf koma svo vel út!
Eina leiðinlega er að þessir skrautsteinar eru svo andsk… dýrir! Notaði 3 poka í sitthvorn vasann og það slagaði sko upp í verðið á kommóðunni ;)
Hér er annar:

image

Hinn er svo inni á baði eins og er og er með burstunum sem ég nota mest á sjálfa mig.
Langaði bara að sýna ykkur :)

xoxo

Blixz!

Jæja nýjasta æðið á neglurnar eru álþynnur sem eru hitaðar með hárblásara og lagðar ofan á neglurnar. Á að haldast í allt að tvær vikur og jafnvel lengur á tásunum. Hægt er að fá þetta í allskonar útfærslum, heillitaðar eða með mynstrum.

image

Hér er bara sýnishorn af því sem er til..!

image

Einhver skvísa búin að setja á sig!
Hér má fara inn á íslenska facebook síðu þar sem naglafræðingur býður upp á ásetningu á þessu!

Sá að OPI var líka komið með svona, geta náttúrulega ekki verið minni menn ;) Það kostaði rétt um 3000 krónur í Hagkaup - þá eru 16 þynnur í pakka… það er reyndar tala sem ég skil ekki! En hvað um það ;) Væri gaman að prófa þetta!

xoxo
Það er svo mikið vor í loftinu (og kominn tími til!)! Ég fékk svakalega löngun í gær í eitthvað fallegt naglalakk í skærum lit, en ég hef greinilega verið með vetrarfíling í mér þegar ég hef valið mér naglalökkin mín… Svo ég setti alveg ljósbleikt OPI lakk á mig sem heitir Bubble Bath (held að ég ljúgi ekki þegar ég segi að það sé eitt af mest seldu lökkunum þeirra) og notaði Konad stimplana mína til að gera smá skraut :)

image
image

Ég er ferlega sátt með útkomuna, nema ég klúðraði tveimur puttum svo mynstrið er svolítið klesst á þeim ;)
En þetta væri örugglega svaka flott fyrir brúðir í sumar, fallegt og látlaust en samt smá ást í þessu!
Í dag keypti ég svo tvo flotta liti fyrir vorið/sumarið;

image

Hlakka til að prófa þá báða, verð sko pottþétt með einhver mynstur yfir þeim öðru hverju!
Þessi bleiki heitir Pink-ing of You og appelsínuguli Hot & Spicy. Finnst nöfnin hjá OPI svoooo skemmtileg, hehe.

Svo er Texas línan sem ég fjallaði um um daginn komin í Hagkaup sá ég! 12 nýir litir, rosa flottir! Ég er eitthvað skotin í ljósum og skærum litum þessa dagana og það eru sko nokkrir sem ég hef auga mitt á.
Hef sko eiginlega ekki næga daga í vikunni til að prófa allar samsetningarnar sem mig langar… hvað þá tíma í sólarhringnum!

Ég var ekki alveg jafn sumarleg í sokkabuxnakaupum dagsins, hér má sjá litinn sem ég keypti, dökkfjólubláar. Finnst samt svo gaman að vera í mismunandi sokkabuxum, það býr til alveg nýtt outfit - í staðinn fyrir þessar endalausu svörtu leggings! Ég er samt ekki alveg farin að þora að vera í skærum litum sjálf, kannski það komi með sumrinu?

Í öðrum fréttum er það helst að langþráður draumur minn um að eignast kommóðu helgaða snyrtidótinu mínu rættist um helgina. Fékk alveg hrikalega góðan díl í RL vörulager og nú er staðan sú að ég þarf að kaupa mér meira snyrtidót til að fylla í hana því hún er svo stór! Er ekki viss um að kallinn sé par hrifinn af því fyrirkomulagi - en ekki get ég látið hana standa hálftóma ;)
Þessa dagana er ég því skimandi eftir góðum ílátum til að sortera ofan í kommóðuna, en ég held að ég verði bara að komast í IKEA - þar fær maður sko hluti fyrir skipulagið!

xoxo

p.s. ekki gleyma Bjútíboxinu á facebook ;)
Það var svo vorlegt í loftinu í dag að ég ákvað að vera með smá liti á augunum! Alltaf gaman að breyta aðeins til úr svarta eyelinernum og maskara.

image
image





Ég sýni ykkur ekkert restina af andlitinu því ég var í endajaxlatöku og er enn voða bólgin - og í þokkabót komin með tvo myndarlegustu sinnepsgulu marbletti sem ég hef séð sitthvoru megin við hökuna! ;)

Ég notaði NN Cosmetics í þessa augnförðun. Byrjaði á augnskugga”festi” sem er kremuð vara sem gjörsamlega festir niður og grunnar augnskuggana sem koma á eftir. Svo notaði ég þrjá augnskugga; ljósan yfir allt lokið og upp að brún, fjólu-bleikan yfir lokið upp að glóbuslínunni (línan sem myndast þegar þið opnið augun) og svo gulan í innra hornið.
Svo tók ég ljósa litinn aftur með stórum bursta og blandaði aðeins á fjólu-bleiku línuna svo það yrðu ekki skörp skil.
Þar næst notaði ég kremeyeliner, best er að byrja í miðjunni og gera litlar línur í einu (ekki reyna að gera heila línu, það er alveg lost case!) alveg út að enda og vinna sig svo inn aftur. Svo bætið þið bara við ef þið viljið hafa þykkari línu.
Síðast en ekki síst var það maskari, vel af honum, og voilá!

Þegar maður er búinn að æfa sig aðeins er svona förðun það allra einfaldasta sem maður getur gert - einn litur yfir allt, annar yfir lokið og blanda þeim saman. Hægt er að leika sér endalaust með liti og útgáfur af þessu, t.d. bæta gula litnum við eins og ég gerði í dag.

xoxo

Make up eftir mig

image
image

Þessar tvær tók Stefán Erlingsson og Jónína Björt er módel.

image

Hér er svo mynd síðan ég var í Airbrush og Make up School, Twiggy förðun.
Langaði bara að sýna ykkur smá eftir mig!

xoxo