miðvikudagur, 15. júní 2011

Fyrirspurn

Halló, ég er með mjög glansandi húð. Alveg sama hvernig ég þríf hana, hvort ég nota meik eða púður, þá byrja ég alltaf ð glansa, sérstaklega á enninu, en yfir daginn er þetta líka á kinnunum og hökunni.
Hárið mitt verður einnig mjög fljótt fitugt.

Hvað get ég gert og hvaða vörum mælir þú með fyrir mig? Þá bæði hreinsi, krem og einnig meik, púður og annað.
Ég er ný búin að kaupa mér hreinsivörur og krem frá Ole Henriksen, sem er fyrir feita húð. Það er of snemmt að segja til um hvort þær séu að vitka
Hæhæ,
Nú veit ég ekki hvað þú hefur verið að nota, en ég myndi sjá hvernig þessar frá Ole Henriksen virka og gefa þeim nokkrar vikur. Passaðu líka að meikið sem þú notar sé fyrir feita húð, þá nota framleiðendurnir öðruvísi olíur í vörurnar, sem fara betur í feita húð.
Það gæti verið sniðugt fyrir þig að kaupa “blotting papers” sem þú getur haft í veskinu og notað yfir daginn. Það eru þunnur pappír sem dregur í sig olíu og fitu af húðinni. Þú tekur einn úr og dúmpar yfir svæðið sem þú glansar. Þetta er til í Chanel, Shiseido og fleiri merkjum, en er frekar dýrt hjá þeim. Reyndu frekar að finna t.d. Bourjois, minnir að þetta kosti í kringum þúsundkall hjá þeim! Reyndar í minni pakkningum en þá sérðu allavega hvernig þú fílar það.
Ef Ole Henriksen vörurnar virka ekki, finndu þá verslun sem selur Shiseido og fáðu prufur af Pureness (bláu) línunni. (Fáðu alltaf prufur áður en þú kaupir, það er náttúrulega glatað að kaupa fullt af vörum sem virka svo ekki!) Hún er sérstaklega fyrir húð eins og þína og ætti bara að gera þér gott. Þar eru til hreinsar og andlitsvatn, líka púður sem er sérstaklega fyrir feita húð.
Passaðu svo bara að nota samt alltaf rakakrem, þó húðin sé glansandi í efstu lögum þarf að passa að hún fái alltaf raka. Best eru einhver létt gelkrem eða fljótandi krem fyrir þig.
Með hárið dettur mér helst í hug að þú fáir þér það sem er kallað þurrsjampó, þú spreyar því í rótina og það gefur þér aukatíma áður en þú þarft að þvo aftur.
Vona að  þetta hjálpi þér eitthvað og endilega láttu mig vita hvernig gengur!
xoxo

Engin ummæli:

Skrifa ummæli