Mér finnst sumarlitirnir frá Essie naglalökkunum svolítið flottir, þessir tveir fyrir miðju aðallega. Auðvitað er alltaf eitthvað flott og minna flott í hverri línu, en sístir finnst mér blá/fjólublái og þessi hvít-græni á endanum. Ekkert svona... sérstakt við þá?
Annars þykir mér svo gaman að naglalökkum að ég væri alveg til í að prófa þessa alla! ;)
Verst er að Essie fæst ekki á Íslandi, en L'Oreal í Bandaríkjunum á fyrirtækið núna. Við skulum halda í vonina!
Annað sem er þó í boði á litla klakanum okkar (sem ég er farin að bíða frekar óþreyjufull að verði aðeins minni klaki í prósentum! Hvað er málið með þetta vonda júníveður?!) er Alessandro. Nú veit ég reyndar ekki fyrir víst hvort þessi Beach Beauty sumarlína er komin í verslanir hér, en mér finnst þessi lína reyndar öllu skemmtilegri en frá Essie! Langar sérstaklega að prófa litinn Mojito, sem er þessi lime-græni næst lengst til hægri í efri röð. Held að annar frá vinstri í efri röðinni gæti komið svolítið vel út líka.
En ef við viljum gera virkilega vel við okkur til að bæta upp sumarmissinn, þá er ekkert annað til ráða en að versla sér Chanel lakkið Mimosa, sem er svo sannarlega málið í dag. Bjart og skemmtilegt eins og sólin! Ef þið eruð ekki til í að punga út 4.500,- (ca.) fyrir naglalakki þá er OPI með tvö gul lökk í boði líka sem eru fjandi flott!
Chanel fæst í Jöru á Akureyri og einhverjum Hagkaupsverslunum í borginni. OPI fæst á ýmsum stöðum, m.a. Jöru á Akureyri og Hagkaup líka :)Ef við hugsum svo nógu vel til veðursins þá hlýtur það að fara að batna og sýna okkur smá velvild ;)
xoxo


Vá ég þarf að fá mér gult naglalakk! Ekki chanel samt, haha ;)
SvaraEyðaHíhí;) Langar sko hrikalega!
SvaraEyðaég er háð naglalökkum núna, er nýbúin að kaupa mér OPI gult sem er ooosoom!
SvaraEyðaÁnægð með þig!!
SvaraEyða