Látum myndirnar tala:

Þetta eru eyelinerburstarnir mínir.
Efst er NYX bursti sem er skáskorinn, líka góður til að bæta lit í augabrúnir.
Þá kemur Make Up Store mjór, þessi algengasti eyelinerbursti.
Þriðji er Bobbi Brown bursti og neðstur er NN Cosmetics burstinn. Þessa tvo neðstu er flott að nota líka í augnskugga ef maður vill ná mjórri línu.

Hér er ég rétt byrjuð. Ég notaði MAC BlackTrack Fluidline gel linerinn og NN Cosmetics burstann. Ég byrja aðeins inn fyrir miðju og dreg línu út, bæti smám saman í hana. Best er að reyna ekki að gera heila línu í einu, það endar yfirleitt með ósköpum :) Reynið frekar að gera stuttar línur og tengja þær við næstu.

Svo vel ég mér stað þar sem ég læt endapunktinn á “vængnum” vera. Ég dreg þaðan og inn að því sem ég gerði áður, bæti svo smám saman til að bæta þykkt við. Mér finnst ágætt að miða við að þar sem ysta augnhárið mitt endar þegar ég opna augun, það sé ca. staðurinn þar sem “vængurinn” endar. Kannski virkar það ekki á öllum en það er ágætt að hafa smá viðmiðunarpunkt, þó maður greypi það ekki í stein.

Svo er bara að bæta í, breyta og nota eyrnapinna til stuðnings ef maður er farinn að gera of þykkt :) “Vængurinn” að ysta parti augans er næstum því eins og þríhyrningur í laginu, svo er fallegast að láta linerinn mjókka eftir því sem maður fer innar.

Voilá!
Svo er bara málið að reyna að líta sem mest seiðandi út með svona flottan liner ;) Ef þið viljið hafa hann dramatískari þá er hægt að hafa hann enn þykkri á endanum og enn minni innst.
Þetta gerir sko hvaða lúkk og outfit sem er mjög fágað og fínt finnst mér. Ef maður nennir að vinna í því að æfa sig aðeins (þolinmæði stelpur, þolinmæði) borgar það sig sko þegar mann langar að vera Marilyn Monroe eins og eitt kvöld!
Svo er um að gera að vera með eitthvað laust og létt í hárinu, ljósan varalit eða gloss og maður er good to go!
xoxo
Engin ummæli:
Skrifa ummæli