miðvikudagur, 15. júní 2011

Undraduft í hárið

Leyfið mér að kynna vin minn:

image
Þessi litla dolla inniheldur eitthvað mesta undraefni sem ég hef komist í kynni við. Þetta er Powder Up Texturizer (ég kalla það alltaf Undraduftið). Ef ykkur finnst leiðinlegt (eða hreinlega getið/kunnið ekki) að túbera hárið á ykkur, að allt leki úr hárinu ykkar, að geta ekki gert flott “bump” í toppinn eða taglið - þá er þetta efnið! Tek fram að ég er ekki á prósentum hjá þessu liði, ég bara ELSKA Undraduftið!

Þetta virkar þannig að þú dreifir agnarögn af duftinu yfir hárið sem þú vilt móta og greiðir svo í gegn með puttunum. Duftið hverfur (það er hvítt fyrst) og maður finnur strax muninn á hárinu - það er í alvöru eins og það sé túberað! Svo mótar maður bara og setur spennur og tilheyrandi, en trúið mér, það þarf bara eina spennu í staðinn fyrir sjö ;)

Það er ótrúlega erfitt að gefa þessu rétta mynd svona í texta en þetta verða 3.500 krónur (ca. man ekki alveg) sem þið sjáið ekki eftir! Fáið allavega að prófa þetta á hárgreiðslustofu og sjáið Undraduftið að verki!
xoxo

2 ummæli:

  1. Hvar fæst þetta Undraduft?

    SvaraEyða
  2. Heyrðu ég keypti það á hárgreiðslustofu á Háaleitisbraut, Touch.
    Svo er líka til svona frá Aveda skilst mér og það fæst hér á Ak, í Kaupangi held ég.

    SvaraEyða