miðvikudagur, 15. júní 2011

Umfjöllun: Lancome Teint Miracle farði

image

Ég var svo heppin að fá nýja Lancome farðann, Teint Miracle, að gjöf fyrir nokkrum vikum. Þeir hjá Lancome lýsa farðanum sem léttum en með góða þekju samt sem áður, svo á hann að gefa húðinni einstakan ljóma. Þeir hafa verið lengi að hanna þessa formúlu sem byggist á því að endurkasta ljósi (eins og flestir farðar með “ljóma” í gera), ekki frá yfirborði húðarinnar heldur neðar, þ.e.a.s. frá neðri lögum húðarinnar. Ekki veit ég hvort það er nákvæmlega það sem gerist, en hvað sem því líður, þá er ég alveg húkkt á þessum farða!
Svo má reyndar ekki gleyma því að þeir lofa að hann gefi húðinni raka í allt að 18 klukkustundir en leyfi olíu ekki að komast upp á yfirborð húðarinnar og láta mann glansa. Það má nefnilega ekki rugla saman ljóma og glans, ef maður glansar er frekar eins og maður sé sveittur. Ljómi er hins vegar bara heilbrigt yfirbragð húðarinnar. Hann gerir nákvæmlega það sem þeir lofa, hann er mjög léttur og frekar mikið fljótandi, hann hylur samt vel (ég er frekar rauð í kinnum en það sést ekki ef ég er með hann) og síðast en ekki síst gefur hann húðinni heilbrigðan ljóma. Ég nota venjulega ekki púður yfir því þá finnst mér það eyðileggja ljómann, svo ég skyggi bara smá við kinnbeinin með dekkra púðri og þá er ég til!
Endingin finnst mér ágæt, er ekki búin að vera nógu dugleg að nota undirfarða með, en það eykur endingu farðans. Ég þarf samt alltaf að laga mig aðeins yfir daginn, sérstaklega svona á veturnar þegar það er kalt og maður þarf að snýta sér, sjáiði til!
Ég gef honum næstum því fullt hús stiga. Ég notaði alltaf Color Clone svona dagsdaglega, en mér finnst húðin mín vera alveg hrikalega “dull” núna ef ég er með eitthvað annað en þennan fallega Teint Miracle farða :)
Það þýðir væntanlega að ég þarf að blæða í nýjan - sem verður ekki í bráð því maður þarf bara eina pumpu á andlitið. En ég hlakka svo sem ekki til að þurfa að kaupa nýjan, held að hann kosti í kringum 7000 kr.
Semsagt - næstum fullt hús stiga, eini mínusinn er verðið.
xoxo

Engin ummæli:

Skrifa ummæli