mánudagur, 2. janúar 2012

Ferðasett frá Sigma

Langaði að segja ykkur betur frá settunum sem ég er með - örfá - til sölu :) Auðvitað langar mig helst að eiga þau öll og vera burstakonan ógurlega... En ég er svo hrifin af Sigmaburstunum (eins og þið vitið örugglega) að ég varð bara að prófa að panta nokkur og sjá hvort þið yrðuð ekki jafn hrifnar og ég.

Svona lítur það út beint úr pakkanum. Athugið að þetta eru ferðasett svo burstarnir eru með styttra handfangi svo þeir komist betur fyrir í veskinu ;)
Svo smellir maður efri hólknum af og þá verður þetta svona myndarlegt:

Sjö yndislegir burstar bíða notkunar....!

Burstarnir eru og heita (frá vinstri til hægri): 
E65: Skáskorinn til að nota í eyeliner og/eða skerpa á augnabrúnum.
E55: Augnskuggabursti, þéttur og góður. Til að setja yfir allt augnlokið (og blanda út línum)
F40: Skáskorinn kinnalitabursti. Til að skyggja undir kinnbein og í kinnaliti.
F30: Púðurbursti. Til að setja púður yfir allt andlitið, niður á háls o.s.frv.
F60: Flatur farðabursti. Til að dreifa úr fljótandi- og kremfarða.
E40: Augnskuggabursti, til að blanda blanda blanda - verða allir að eiga a.m.k. einn svona!
E30: Síðast en ekki síst, minn uppáhalds... Blýantslaga bursti til að búa til skyggingar. 

bjutiboxid@gmail.com ef þið hafið frekari spurningar ;)

xoxo

6 ummæli:

  1. Langar svo í svona sett... Þarf ég það ekki fyrir Rvk. ferðina??? ;)
    Kv. Sandra

    SvaraEyða
  2. Hehe jú Sandra myndi segja að það væri algjört möst ;)

    SvaraEyða
  3. ég á sett frá Sigma, man ekki alveg hvað eru margir burstar, 12 eða 14, og ég alveg eeeeelska þessa bursta!!!!

    SvaraEyða
  4. Já þau eru hrikalega flott og góð settin frá þeim... Hætti seint að predika það! ;)

    SvaraEyða
  5. Hvað kostar svona sett? :)

    SvaraEyða
  6. Settið er á 14.000,- sem kemur út á 2.000,- kr burstinn + hólkurinn með :)

    SvaraEyða