sunnudagur, 22. janúar 2012

Z Palette

Palletturnar umtöluðu líta svona út... með augnskuggunum mínum


 Þarna eru NYX, MAC, NN Cosmetics og Make Up Geek augnskuggar allir í sátt og samlyndi :)


Glært lok, sem er það sniðugasta í heimi



Svo er hin sem ég á hér... hún er ekki með alveg jafn fallegri uppröðun greyið...



Svona eru þær! Algjör snilld, svo staflar maður bara en getur samt alltaf átt auðvelt með að sjá hvað er í hverri pallettu. Þær eru líka til rétt um helmingi minni og í þær passa 9 stk af þessum augnskuggum (virðist vera frekar universal stærð, en augnskuggar sem koma í pallettum eru auðvitað annað mál).
Botninn er úr segli svo allt sem er segulmagnað smellist í og helst vel. Ef umbúðirnar eru ekki segulmagnaðar þarf ekki að örvænta; það fylgja segullímmiðar með hverri pallettu. 

xoxo

4 ummæli:

  1. Sniðugt, nú verð ég að eignast svona heh.
    Er svona segull í pallíettunni?

    SvaraEyða
  2. Jább, botninn er úr segli.
    Mega sniðugt ;)

    SvaraEyða
  3. Keypti mér svona fyrir nokkrum mánuðum síðan, og oh my god! ég er húkt! verð að eignast fleiri svona! Helst líka litla til að taka með í ferðalögin og svona!
    Nú langar mig eiginlega í fleiri til að geta skipt algjörlega út mac palettunum, sem eru reyndar sleek og flottar, een það er bara svo þæginlegt að geta séð alltaf hvað er í hverri palettu!

    En langar að spurja þig hvar á netinu pantaðiru þær? af zpalette.com eða ?
    Og líka, langar mig að forvitnast með MUGeek augnskuggana, voru þeir dýrir með sendingu, vsk, tollum og öllu því ves?

    SvaraEyða
  4. Já þær eru algjör snilld, komast líka fleiri stk í hverja af þessum heldur en MAC og maður er ekki bundinn við MAC augnskuggana... Mig langar alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt og þá er frábært að geta skellt öllu saman í eina sæng ;)

    Sammála með svona litla, langar í svoleiðis til að hafa með mér og hafa þá augnskugga sem ég nota mest í!

    Já ég pantaði þær þaðan, en ég lét senda þær heim til vinkonu minnar í Bandaríkjunum því ég fór þangað í sumar... Held að það myndi frekar borga sig að panta þær af Make Up Geek síðunni því sendingarkostnaðurinn þaðan er svo lítill.
    Nei, þeir voru alls ekki dýrir, þetta var að koma út á ca. 1.300,- kr/stk með öllu!

    SvaraEyða