miðvikudagur, 23. maí 2012

Meira frá asos.com :)

Fann nokkur goodies á asos.com í gær... Er búin að vera ótrúlega dugleg að spara en svo þurfti ég að hjálpa systur minni að finna sér skó og þá brotnaði ég ;)

Hingað komið er allt þetta á undir 20 þús sem mér finnst bara mjög gott! Er búið að langa svo lengi í svona Rose Gold úr frá Michael Kors... En það er nokkrum tugum þúsundum dýrara svo ég er himinlifandi með þetta í staðinn!

Fyrst ég er búin að vera svona löt í förðunarbloggum upp á síðkastið ætla ég að reyna að finna "andann" með að blogga um það sem mér dettur í hug; föt, skartgripir, tíska, matur, eitthvað sniðugt sem ég finn á Pinterest... ;)

xoxo

miðvikudagur, 18. apríl 2012

Goodies frá Asos

Ég veit að ég lofa alltaf bót og betrun en ég hef ósköp lítið prófað nýtt upp á síðkastið, förðunarlega séð...

Ákvað því að sýna ykkur það sem er á leiðinni til mín frá asos.com! Það er mid-season útsala hjá þeim, endilega nýtið ykkur það, fullt af flottum fötum og fylgihlutum á góðu verði og enginn sendingarkostnaður! Munið bara að reikna með tolli + vsk :)

 Keypti þennan myntugræna jakka, fannst hann svo fínn og sumarlegur! Auðvelt að dressa hann upp eða niður, verður flottur við gallabuxur en líka djammdressið :)

Þessi er alveg plein að framan, væri flott að vera með eitthvað statement hálsmen við og passa að vera í honum þegar það er nógu heitt til að maður þurfi ekki að vera í jakka svo bakið sjáist :)

Þessi kaup gerðu þriðjudaginn minn aðeins bjartari!

Hér er pinterestið mitt, svona ef þið eruð farnar að tékka á því, það er svo skemmtilegt!

xoxo

fimmtudagur, 29. mars 2012

Pinterest

Eruði á Pinterest? Ég er húkkt! 


Mæli með að þið tékkið á þessu, fullt af hugmyndum; meiköpp, uppskriftir og allt annað á milli himins og jarðar! 

xoxo

fimmtudagur, 15. mars 2012

Umfjöllun: Palladio Eye Ink

Er búin að vera að prófa Palladio eyeliner sem heitir Eye Ink, hann er ponkulítill með eins og tússpenna til að teikna línuna á. Ég keypti hann í gegnum Make Up Geek búðina.

Ég er bara frekar hrifin af honum, þreif hann af eftir 12 tíma í gær og hann hafði haldist alveg nákvæmlega eins og ég setti hann á - sem er mjööööög gott fyrir eyeliner! Oft hverfur smá innan úr augnkróknum, þið vitið, en hann hélst alveg. Hann dofnaði ekki sjáanlega heldur. Ég var með augnskugga líka og hann smitaði ekki upp á augnlokið.
Það er rosa auðvelt að setja hann á þar sem hann er í svona tússpennaformi, en það eina var að það þarf að passa að hrista hann aðeins inn á milli til að það komi meira í tússinn, því ef hann þornar þá fer hann að draga til úr línunni sem maður er búinn að gera... skiljiði hvað ég meina? Þá fer að sjást í húðina aftur; hann fer að virka eins og strokleður ;) Þetta er það eina sem ég hef út á að setja, en gerist hvort sem er með flesta ef ekki alla svona eyelinera sem ég hef prófað.

Hann fær því góða dóma hjá mér :)

Vara: 5/5
Ásetning: 3,5/5
Umbúðir: 4/5 (myndi vilja hafa hann aðeins lengri, svo hann passaði betur í hendi. En það er bara ég að vera smámunasöm ;))

xoxo

föstudagur, 9. mars 2012

Nýir Make Up Geek augnskuggar!

Í síðustu sendingu valdi ég aðallega hlutlausa liti, brúntóna, þið vitið - þessa sem maður notar mest og oftast.
Ég er búin að vera svooo ánægð með þá að ég ákvað að prófa þessa sem eru aðeins litríkari, hér eru þeir sem ég valdi:
 Chickadee!
Dökkgulur, mattur
 Goddess
Ok, þessi er líka "neutral" - millibrún/bronsaður með shimmeri.
 Mango Tango
Rosa flottur ferskju/appelsínulitaður
 Mermaid
Ó svo flottur! 
 Peacock
Einmitt liturinn sem þarf ef maður vill tóna niður bæði Mermaid og Poolside (fyrir neðan). Mattur.
Poolside
Er eitthvað íslenskt orð fyrir "teal"? 

Myndir teknar af makeupgeek.com

Ég er búin að vera að nota augnskuggana úr fyrri sendingunni í leikhúsinu og þeir haldast ótrúlega vel á, jafnvel þó það sé ekki grunnur undir... Þeir eru bara frábærir! Svo mikið kudos til Marlenu (yfir Make Up Geek-sins) að búa til svona góðar vörur. 

Næst á dagskrá er svo að sýna ykkur eyelinerana sem ég fékk með í sendingunni, þeir eru frá Palladio. Bætti líka við mig einni Z Palette og svo fengu nokkur pör af gerviaugnhárum að fljóta með, tilvalið að koma í förðun núna ;) 

Eruð þið duglegar að panta af netinu, eða viljið þið sjá vörurnar "live" áður en þið kaupið?

xoxo

miðvikudagur, 7. mars 2012

Tékkið á þessum :)

Langaði að sýna ykkur eyeliner sem ég er orðin mjög hrifin af, er búin að nota hann í leiksýningu þar sem mikið er um að vera, m.a. ferðir í heita pottinn (ég er ekkert að grínast, með tilheyrandi sulli og látum), og hann helst alveg ótrúlega vel á!

Hér er gersemin - Maybelline Eye Studio Lasting Drama. Hann kostar tæplega 3.000,- krónur í Hagkaup að mig minnir og það besta er að það fylgir bursti með! Hversu frábært er það!

Mæli með að þið kíkið á hann ef ykkur vantar góðan kremliner.

Svo eru smá gleðifréttir: Var að fá nokkra nýja Make Up Geek augnskugga í hús... ásamt blautum eyelinerum frá Palladio og annarri Z Palette - já ég er húkkt! Sýni ykkur góssið við fyrsta tækifæri ;)

xoxo

sunnudagur, 22. janúar 2012

Z Palette

Palletturnar umtöluðu líta svona út... með augnskuggunum mínum


 Þarna eru NYX, MAC, NN Cosmetics og Make Up Geek augnskuggar allir í sátt og samlyndi :)


Glært lok, sem er það sniðugasta í heimi



Svo er hin sem ég á hér... hún er ekki með alveg jafn fallegri uppröðun greyið...



Svona eru þær! Algjör snilld, svo staflar maður bara en getur samt alltaf átt auðvelt með að sjá hvað er í hverri pallettu. Þær eru líka til rétt um helmingi minni og í þær passa 9 stk af þessum augnskuggum (virðist vera frekar universal stærð, en augnskuggar sem koma í pallettum eru auðvitað annað mál).
Botninn er úr segli svo allt sem er segulmagnað smellist í og helst vel. Ef umbúðirnar eru ekki segulmagnaðar þarf ekki að örvænta; það fylgja segullímmiðar með hverri pallettu. 

xoxo

föstudagur, 20. janúar 2012

"Þín bíður pakki á pósthúsinu..."

Ekki lengur! Hljóp sko og sótti mína yndisfríðu augnskugga í dag, eins og ég minntist á í morgun þegar ég gat vart hamið mig af kæti.

Nú er komið að því að sýna ykkur herlegheitin...! Þetta verður langt en mestmegnis myndir!

Burlesque af heimasíðu Make Up Geek (héðan í frá MUG) fyrir ofan, litaprufa frá mér fyrir neðan. Þetta var ein af síðustu myndunum sem ég tók og ég var við það að henda myndavélinni í gólfið svo ég ákvað að þið mynduð fyrirgefa mér að hún væri ekki í fókus.
Okey þeir líta samt ekki út fyrir að vera svipaðir einu sinni... afsakið! Hann er samt alls ekki jafn fjólublár og á efri myndinni. Smá feil hjá þeim.

 Corrupt, litaprufa af NN Cosmetics svörtum, NYX svörtum og svo MUG svörtum fyrir neðan. Það örlar fyrir pínkuponsulitlu shimmeri í Corrupt... En NN Cosmetics er alveg mattur.


 Cupcake. Já vil líka taka fram að ég notaði ekki flass og þetta var ekki í dagsljósi. Svo ekki vera hissa þó litirnir virki dimmari á mínum myndum. Og aldrei treysta tölvum of mikið fyrir litbrigðum. ;)
Hann virkar pínu fjólublárri á efri myndinni, sem hann er ekki í alvörunni.

 Dirty Martini (í alvöru suma litina valdi ég bara því þetta eru svo skemmtileg nöfn!) Ef ég horfi á litinn með berum augum er hann nær myndinni minni heldur en efri. En samt aðeins grænni en mín mynd gefur til kynna.

 Latte. Ég hlakka svo til að nota hann... Mattur og fallega millibrúnn.

 Mocha. Svo fullkomlega brúnn...

Sensuous, þetta var næstsíðasta myndin og ég glímdi við ekki-henda-myndavélinni-í-gólfið hugsanir... 

 Unexpected, það var vissulega óvænt að sjá þennan lit, hann virkar mun bjartari heldur en hann er í alvöru.

Vanilla Bean, hinn fullkomni grunnlitur - mattur! Yndislegt.

Bara Sensuous og Burlesque eru "full-on" glimrandi, en það örlar eins og ég sagði fyrir ogguponsulitlum glimmerögnum í Corrupt. Hinir eru mattir og alveg það sem mig vantaði í litaflóruna mína... Nú vantar mig bara fleiri! 
Ég er ekki búin að prófa þá neitt meira en þetta, en þeir eru silkimjúkir og þægilegir viðkomu. Eitthvað segir mér að þeir eigi eftir að vera í uppáhaldi næstu daga og vikur... Sé fyrir mér smokey, léttar skyggingar, dagförðun með smá Burlesque tvisti...

Næst koma svo myndir af hinum frábæru Z Palette pallettum! (Ekki alveg í kvöld samt, en um helgina.)

xoxo

Mött naglalökk

Er alveg að fíla mött naglalökk og langar miiiiikið að vita hvort OPI möttu lökkin koma til landsins! Samkvæmt því sem ég hef fundið eiga einhverjir litir að vera til í möttu, en þau lökk endast ekki jafn vel einhverra hluta vegna, en svo er líka til matt top coat, svo maður getur sett yfir hvaða lit sem er! Brilliant!

Þessar fallegu myndir fann ég á Pinterest (sem er nýja uppáhaldssíðan mín)


Hrikalega flott! Get ekki beðið! Ef OPI lökkin koma ekki er hægt að fá matt top coat í Make Up Store og það á að koma í enda mánaðarins.

xoxo

p.s. Hvað var skemmtilegra en að labba inn í kennslustofu og sjá svona tryllitæki í denn? ;)


Nýir augnskuggar komnir í hús!

Ég er svo spennt að ég get ekki beðið með að segja ykkur frá Make Up Geek augnskuggunum sem voru að berast mér!

Ég pantaði 9 stykki þegar ég sá þessa frábæru nýjung hjá henni Marlenu hjá Make Up Geek (.com). Verðið skemmir ekki gleðina heldur... Er EINSTAKLEGA spennt yfir þessu og hef eiginlega ekki tíma til að vera í vinnunni lengur, þarf að fara að prófa og leika mér með þá!

Greinilegt að sendingarnar eru útpældar hjá þeim og vel hugsað um hvern og einn pakka, það var fullt af frauðplastslaufum og bubble wrap utan um augnskuggana í litlum kassa, svo þeir voru mjög öruggir yfir höf og lönd.

Koma myndir þegar ég kemst loksins heim ;)

xoxo